Youtube rásin Firstpost sem er með rúmlega 5,5 milljónir áskrifendur sendi nýlega frá sér myndband þar sem haldið er fram að Kanadískur áhrifavaldur sé ábyrgur fyrir miklum gúrkuskorti á Íslandi.
Í myndbandinu er sagt frá því að Kanadískur áhrifavaldur að nafni Logan GM eða Logagm á samskiptamiðlum hafi komið af stað svo miklu gúrkuæði með uppskriftum sínum þar sem gúrkur koma við sögu að nú sé víða skortur á gúrkum.
Logan er með rúmlega 6 milljónir fylgjendur og er þekktur sem „Gúrkugaurinn“ eða Cucumber Guy og hefur verið að benda fólki á alls kyns uppskriftir sem innihalda gúrkur að flestu eða öllu leyti.
Segir í myndbandinu að kominn sé upp svo mikill gúrkuskortur á Íslandi að varla fáist ein einasta gúrka í allri Reykjavík.
Hægt er að horfa á myndbandið í spilaranum hér fyrir neðan en Nútíminn lætur lesendum eftir að meta hvort gúrkuskorturinn sé jafn slæmur og segir í myndbandinu.