Auglýsing

Zelensky forseta mistókst að fá lögmæti sitt staðfest af úkraínska þinginu í fyrstu tilraun

Úkraínska þinginu, Verkhovna Rada, mistókst að staðfesta lögmæti forsetans, Volodymyr Zelensky í fyrstu tilraun þann 24. febrúar.

Í fyrri atkvæðagreiðslunni hlaut Zelensky einungis 218 af þeim 226 atkvæðum sem þarf til þess að ná meirihluta.

Í næstu tilraun sem fór fram daginn eftir, náðist hins vegar meirihluti en þá var lögmæti Zelensky staðfest með 268 atkvæðum.

Staðfesting þar til forsetakosningar fara fram

Í lokaályktuninni er lögmæti forsetans ítrekað staðfest: „Verkhovna Rada minnir á að forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, var kjörinn í frjálsum, gegnsæjum og lýðræðislegum kosningum. Umbjóðendur hans í úkraínsku þjóðinni og Verkhovna Rada draga ekki í efa lögmæti hans.“

Auk þess kemur fram í skjalinu að Zelensky haldi embætti sínu þar til réttkjörinn forseti tekur við í samræmi við úkraínska stjórnarskrá.

Herlög hafa verið í gildi í þrjú ár í landinu sem hefur valdið endurteknum frestunum á forsetakosningum en slíkt er ekki óþekkt á stríðstímum.

Þrátt fyrir að úkraínsk stjórnvöld hafi nú formlega staðfest stöðu Zelensky heldur Rússland áfram að draga lögmæti hans í efa.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing