Samtökin Oxfam hafa sett saman mynd sem sýnir hvaða tíu fyrirtæki stýra að mestu leyti neyslu heimsins. Fyrirtækin sem um ræðir eru Coca-Cola, PepsiCo, Unilever, Danone, Mars, Mondelez International, Kellogg’s, General Mills, Nestle og Associated British Foods.
Oxfam heldur utan um umhverfisáhrif fyrirtækjanna á vefsíðunni behindthebrands.org og skorar þannig á þau að vera meðvitaðari um umhverfi sitt og samfélag.