Auglýsing

10 mest spennandi tónlistarhátíðir Evrópu í sumar

Nú styttist óðfluga í sumarfrí hjá mörgum Íslendingum og ýmsir sennilega farnir að hugsa um hvað skuli gera í fríinu. Þó margir vilji helst sólskin og strönd í fríinu þá er margt annað skemmtilegt í boði. Nútíminn mælir með því að skella sér á tónlistarhátíð í Evrópu í sumar en hér að neðan eru þær 10 bestu sem í boði eru.

Roskilde-tónlistarhátíðin í Danmörku er hátíð sem flestir Íslendingar kannast við en það er svo sannarlega nóg annað í boði. Svo má ekki gleyma Secret Solstice hátíðinni í Reykjavík.

Sjá einnig: The Black Eyed Peas, Patti Smith og The Sugarhill Gang á Secret Solstice

Hér má sjá lista yfir bestu og mest spennandi hátíðir sumarsins

1. Primavera – Barcelona, Spáni. 30 maí til 1. júní

Ein stærsta og besta hátíð sumarsins. Fyrir utan Glastonbury eru fáir viðburðir þar sem fólk bíður jafn spennt eftir tilkynningum um listamenn.

2. Rock Wercher – Werchter, Belgíu. 27. júní til 1. júlí

Stærsta tónlistarhátíð Belgíu inniheldur yfirleitt besta line-up af öllum tónlistarhátíðum Evrópu og í ár er engin undantekning. Florence + the Machine, Muse, The Cure, Mumford and Sons, The 1975, Bring Me the Horizon og Kylie Minogue eru aðeins örfá dæmi um þá sem koma fram.

3. Roskilde Festival – Roskilde, Danmörk. 29. júní til 7. júlí

Hátíð sem allir Íslendingar þekkja, stærsta hátíð norður-Evrópu og það má alltaf búast við risa nöfnum úr tónlistarheiminum.

4. Mad Cool – Madríd, Spáni. 11. til 13. júlí

Margir telja að besta line-up sumarsins sé á Mad Cool hátíðinni í Madríd. Auk þess er hægt að fá ódýrari miða á hátíðina heldur en á þær allra stærstu. The Cure, Lauryn Hill, Vampire Weekend, The 1975, The National, Bon Iver og Robyn eru á meðal þeirra sem koma fram.

5. Nos Alive – Lissabon, Portúgal. 11. til 13. júlí

Það eru margar ástæður fyrir því að tónlistarunnendur ættu að upplifa Nos Alive hátíðina og að sjálfsögðu eru sú helsta góð tónlist. Mikil fjölbreytni er í tónlistarúrvali hátíðarinnar, allt frá poppi, rokki, elektrónískri tónlist og þunga rokki.

6.Tohoda, Trencin, Slóvakíu. 11. til 13. júlí

Stærsta tónlistarhátíð Slóvakíu er einnig ein sú ódýrasta sem er í boði í Evrópu.

7. Melt!, Gräfenhainichen, Þýskaland. 19. til 21. júlí.

Tónlistarhátíð fyrir þá sem fýla elektróníska tónlist.

8. Oya, Osló, Noregi. 6. til 10. ágúst

Yndisleg hátíð sem á sér stað í einum af stærstu görðum Osló.

9. Sziget, Búdapest, Ungverjaland. 7. til 13. ágúst.

Það er nóg um að vera á Sziget hátíðinni. Heil vika af partístandi, strönd og góðri tónlist fyrir alla .

10. Secret Solstice, Reykjavík, Ísland. 21. til 23. júní

Að sjálfsögðu bætum við Secret Solstice hátíðinni við listann. Það er nóg í boði fyrir þá sem stefna í Laugardalinn 21. til 23. júní.

Fréttin er unnin upp úr grein The Independent sem má nálgast hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing