Nýtt ár — ný markmið. Margir strengja áramótaheit og fólkið sem dælir hugsunum sínum inn á Twitter er þar engin undantekning. Áramótaheit Nútímans er að verða betri vefur en hann var í fyrra en hvað segir fólkið á Twitter? Nútíminn tók saman brot af því besta.
Sniðugt
Áramótaheit: halda áfram að vera með kröftugt tvöfalt siðgæði…
— Steinþór Helgi (@StationHelgi) January 1, 2019
Alvöru markmið hér
Áramótaheit:
Veganúar (lengur ef vel gengur)
Edrúanúar
Regluleg hreyfing
Eyða meiri tíma með vinum og minni með toxic fólki
Declutter
Verða bíllaus
Klára masterinn
Skrifa meira
Er bara nokkuð spennt fyrir þessu ári!? Sjáum til hvernig gengur að ári?— Ragnheiður Kristín (@heidafinnboga) January 1, 2019
Svona á að gera þetta
Hef ekki sett áramótaheit síðan ég hætti að reykja fyrir mörgum árum. Hef nú eytt því sem af er degi í að setja niður mælanleg markmið fyrir 2019. Markmið fyrir hvern mánuð og árið í heild, skipt í 5 flokka. Ég er mjög peppuð. Gleðilegt ár!
Og já mér fannst #Skaupið2018 fyndið.— Margrét (@MargretVaff) January 1, 2019
Góð áminning
Munið: Áramótaheit þarf ekki að snúast um útlit ykkar. https://t.co/5sj3JzT1L1
— Indíana Rós (@indianar92) January 1, 2019
Fallegt…
Er ekki mikið í því að strengja áramótaheit en er búinn að setja mér þau markmið fyrir 2019 að vera jákvæðari og betri manneskja og verja meiri mikilvægum tíma með dóttur minni
— magnus bodvarsson (@zicknut) December 31, 2018
Hver elskar ekki góðan sleik?
Áramótaheit: fara oft í sleik, bæði við fyrri sleikvini og nýja #sleiktwitter
— Tinna, öfgafemínisti ? (@tinnaharalds) December 31, 2018
Fallega gert
Áramótaheit mitt er að finna öll Tupperware ílátin sem ég á ofgnótt af einmana lokum af sem og alla sokkana sem virðast hafa glatað félögum sínum. Mig grunar reyndar að allir þessir týndu sokkar gætu hafa endurholdgast sem Tupperware lok.
— ????? ?????? (@egillhardar) December 30, 2018
Mjög sniðugt
áramótaheit: meðvirknisminna ár ??????????
— glówdís (@glodisgud) December 31, 2018
Góð hugmynd
Allir sem segja stundum "Já, skaupið skrifar sig bara sjálft í ár! hue hue". Gott áramótaheit að hætta því.
— Rafn Steingríms (@rafnsteingrims) January 2, 2019
Drepa tóbaksskrímslið!
ég er svosem með nokkur áramótaheit en eitt helsta er ekkert tóbak, ekki einu sinni djammreykingar. Hefur verið minn helsti akkilesarhæll síðustu árin. Núna drepum við tóbaksskrímslið
— ? Donna ? (@naglalakk) January 2, 2019
Kannski er best að sleppa þessu bara…
Eina sem þessi fokkfúlu áramótaheit sýna er að innra með okkur býr pínulítil, andstyggileg völva sem þráir það eitt að ljúga einhverju kjaftæði að okkur um nýja árið — og okkur sjálf.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 2, 2019