Á sunnudögum tökum við saman allt það skemmtilegasta frá íslenska twitter samfélaginu. Eins og vanalega voru Íslendingar stórskemmtilegir á forritinu í vikunni og þú ættir því að geta skemmt þér ágætlega yfir tístunum hér að neðan.
Þegar börn þurfa að skrópa í skólanum til að berjast gegn eyðileggingu jarðarinnar og að skólasystkini þeirra verði ekki send allslaus á götuna, er þá ekki löngu kominn tími til að fullorðið fólk í valdastöðum hugsi sinn gang? #framtíðin
— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) March 22, 2019
a: .. en vá gaman að sjá þig, long time no see!
b: já sömuleiðis en auðvitað leiðinlegt að þið hættuð saman, þið voruð svo nice par!
a: ha bíddu hvernig vissir þú að við erum hætt saman?
b: þið eruð bæði svo ógeðslega virk í story á samfélagsmiðlum það gat ekki annað verið
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) March 20, 2019
Bibba á 101 og með GYM er efnilegasti fjölmiðlamaður landsins! #fact
— Auðunn Blöndal (@Auddib) March 21, 2019
9 ára strákur sem ég er að þjálfa mætti á sína fyrstu æfingu á þessu ári í febrúar mánuði.
Ég: Blessaður Óli! Hvar hefur þú verið á þessu ári?
Óli: Já hæ ég var bara í smá fríi
Ég: Já gaman að sjá þig loksins aftur ,og bara gleðilegt nýtt ár
Óli: sömuleiðis og gleðileg jól.
— Albert Ingason. (@Snjalli) March 22, 2019
Einu sinni àtti ég peninga skáp boltaðann ofaní gólf traustan fallegan með talnalás aldrei fór króna inní hann hann var hinsvegar troðin af grasi geymdi spegil með mörgum línum af Perú kóki stundum opnaði ég hann þegar eg var geimskip bara til að horfa
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) March 21, 2019
jæja hvað ætli sé í gangi á insta story í dag? ahh einhver að reposta öllum fimmtíu og tveimur afmæliskveðjunum sínum, æði, fyrirtak, til hamingju
— Úlfar (@ulfarviktor) March 21, 2019
Ég: "Það var bara maður að reyna við mig í vinnunni"
Kærasti: "Æ já það fylgir afgreiðslustörfum, að þurfa stundum að díla við veika einstaklinga"
ég: "ha? nei ég held honum hafi bara fundist ég sæt!"
Kærasti: "gæti verið einhver heilaskaði eða eitthvað þannig"
ég:"…"— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) March 20, 2019
Þarf alltaf að heyrast „vúúú“ eftir að kampavín er opnað?
— Kristrún Emilía (@KristrunEmilia) March 21, 2019
Íslendingar hneykslast á smáþjóð í fótbolta sem pakkar í vörn gegn miklu sterkara liði og vonar það besta. Allt eðlilegt hér.
— Stefán Pálsson (@Stebbip) March 23, 2019
hún bjóst ekki við að finna ⚡️MYND AF SJÁLFRI SÉR⚡️ pic.twitter.com/tOt2bvO3fl
— Atli Fannar (@atlifannar) March 20, 2019
var að sýna ítalanum sem ég er að vinna með þessa uppskrift og núna er hann grátandi pic.twitter.com/QFd7ndFCMQ
— Tómas (@tommisteindors) March 19, 2019
Ábyrgur rappari pic.twitter.com/kXh1m9eKFC
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) March 22, 2019