Auglýsing

12 Tónar valin besta plötubúð í heimi: „Ísland er þekkt fyr­ir að fram­leiða stór­kost­lega hæfi­leika­ríka og ein­staka lista­menn“

Plötubúðin 12 Tónar í Reykjavík er besta plötubúð í heimi samkvæmt nýjum lista sem birtist á vef breska popptímaritsins NME. Þetta er mat blaðamannsins Marcus Barnes sem gaf á dögunum út bók um plötubúðir.

Í bók Barnes fjallar hann um 80 plötubúðir víðs vegar í heiminum. Í spjalli við NME velur hann tíu plötubúðir sem eru í uppáhaldi og 12 Tónar er þar efst á lista.

„Ísland er þekkt fyr­ir að fram­leiða stór­kost­lega hæfi­leika­ríka og ein­staka lista­menn. Þessi búð er í eigu nokk­urra þeirra og þeir eru með fyrsta flokks úr­val. Auk þess er búðin hönnuð svo að viðskipta­vin­ir geti slappað af og átt sam­skipti við hver ann­an. Upp­skrift að vel­gengni,“ segir Barnes í lýsingu sinni á plötubúðinni

Lárus Jóhannesson er annar eiganda 12 Tóna en hann segir í samtali við mbl.is að þetta séu ánægjulegar fréttir.

„Að starf manns skipti fólk máli er mjög hvetj­andi og okk­ur þykir vænt um að fá eina rós­ina enn í hnappagatið. Við höf­um verið á mörg­um list­um í gegn­um tíðina og það er alltaf ánægju­legt, sér­stak­lega ef við trón­um á toppn­um,“ segir Lárus við Mbl.is.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing