Í dag er sunnudagur og það þýðir að við höfum tekið saman allt það besta og skemmtilegasta úr umræðunni á Twitter. Tístin hér fyrir neðan eru fyndin og eiga það sameiginlegt að hafa sópað að sér lækunum frá notendum Twitter.
Fokkings nýnasistar
Af hverju eru nýnasistar svona miklir lúðar? „Mööö ég er með C18 tattú, því 1 þýðir A eins og í Adolf og 8…“
FOKKING FLÚRAÐU BARA Á ÞIG „ADOLF HITLER“ EÐA HAKAKROSS EÐA EITTHVAÐ EINS OG FULLORÐIN MANNESKJA EN EKKI EITTHVAÐ DULMÁL EINS OG BÖRN Í LEYNIFÉLAGI!!!
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) January 25, 2019
Íslenskan er falleg
Deit í gærkvöldi:
?: "Tell me something in Icelandic"
?♀️: "Verst hvað þú ert leiðinlegur og ég mun pottþétt aldrei hitta þig aftur"
?: "WOW. Sooo sexy"— Bergþóra Jónsdóttir (@bergthorajons) January 25, 2019
Örn Árnason var 28 ára þegar hann byrjaði að leika Afa. Legend.
— Sigurður Þór (@skurdur) January 26, 2019
HAHA
Stuttu eftir fæðingu dóttur okkar spurði ég Mána hvort að það hafi verið skrítið og erfitt að vera á hliðarlínunni í fæðingu, horfa á ástina sína kveljast og geta ekkert gert í því? Nei var svarið, hann hafi verið við sauðburð og það hafi ekkert gerst sem hann hafi ekki séð áður.
— Guðrún Andrea (@grullubangsi) January 25, 2019
Ahh hlaut að vera..
Gunnar Bragi eftir tvo daga: "Eftir að hafa ráðfært mig við sagnfræðing tel ég ljóst að það hafi verið sjálfur gríski guðinn Díonýsos – guð víns og sturlunar, vel að merkja – sem hreinlega tók sér bólfestu í mér."
— Kárnar gamanið (@KariOsk) January 25, 2019
Þegar vinur þinn bætir vel á sig þá er bara eitt í stöðunni…
Surprise Baby shower. pic.twitter.com/yrsS7XB5D1
— Albert Ingason. (@Snjalli) January 26, 2019
Spennandi 🙂
Loksins loksins má ég tilkynna þáttöku mína í SÖNGVAKEPPNINNI.
Mjög spennt 🙂 pic.twitter.com/Fqp5qTdQjU— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) January 26, 2019
Krúttlegasta tíst vikunnar
Hér er sæt lasin kisa sofandi með teppi. Eins og manneskja. Það er mjög krúttlegt. pic.twitter.com/E3sZ4GwWJN
— Helga Lind Mar (@helgalindmar) January 21, 2019
Nú skil ég af hverju þeir vilja fá vídeó upptökur af Klaustri. Þeir eru að leita að fötunum sínum.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) January 24, 2019
Allt þetta tal um of litla frjósemi en við erum reyndar of mörg á þessari plánetu ?
Ef þið hafið svona miklar áhyggjur af því að viðhaldi mannfjölda á Íslandi þá ættum við kannski bara að leyfa útlensku fólki að vera?
Það var lítið ❤— Ásta Hlín (@astahlin) January 24, 2019
Úbbs..
Börn (6 og 4) leika með ævintýra-límmiða-sett: Barn: "Við getum svo bara keypt meira svona", ég: "Neineinei, það er ekki hægt, ég keypti þetta á Írlandi", barn: "HA?! Nei!", ég: "Jújújú Í Dublin í nóv", barn: "Nei mamma, við fengum þetta í skóinn!!!" UUU JÁ F*** HAHAHA MAN NÚNA! pic.twitter.com/YiA6E5lhhB
— Hafdís (@hafisinn) January 26, 2019
Passar allt saman
“Íslenskur pólítíkus sem fokkar upp” starterpack pic.twitter.com/HFQlrdezSd
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 24, 2019
hvað ætlið þið að verða þegar þið verðið orðin stór? Ali bacon!!! pic.twitter.com/cX5Vj7L1IS
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) January 25, 2019