Í dag er fyrsti sunnudagur ársins 2019 og það þýðir einnig að í dag sé fyrsta twitter samantekt Nútímans á árinu.
Sjá einnig: 10 tíst með skemmtilegum áramótaheitum sem þú getur stolið: „Fara oft í sleik“
2019 er árið fyrir geggjaðar hugmyndir
Jingle-hugmynd: Íslenska „If you like Pina Coladas“ sem „Ef þú vilt Víking á krana“
— Stefán Óli Jónsson (@St_Oli) January 5, 2019
Hugmynd: allir sem pósta Facebook keðjubréfi eiga að missa kosningarétt sinn í tvær kosningar.
— Kjartan Atli (@kjartansson4) January 6, 2019
Elsku færeyskan
Ég vil að allir viti að í færeysku segir maður “átjánhundruð og grænkál” í staðinn fyrir “sautjánhundruðu og súrkál” pic.twitter.com/dhZjw472Im
— Eva R. Kamban (@evakamban) January 5, 2019
Pæliði í því að það er sama veðrið allt árið, rigning og svona sex gráður. Stundum dimmt og stundum bjart.
— Ásrún Magnúsdóttir (@asijod) January 5, 2019
já, það er einmitt það sem ég meinti pic.twitter.com/jUFs16B6k5
— Heiður Anna (@heiduranna) January 5, 2019
Á Brask og brall er stelpa að óska eftir pallettum. Í kommentum er fólk ýmist að leiðbeina henni um hvert hún geti farið til að hirða europallettur eða bjóða henni að kaupa augnskuggapallettur og mér finnst þetta allt mjög fyndið. Ég veit ekki enn hvort hún vill.
— Stígur Helgason (@Stigurh) January 6, 2019
Mjög fínir punktar hjá Musk. https://t.co/9hdQNWwPJ2
— Gummi Ben (@GummiBen) January 4, 2019
Árið 2019 ætla ég að tileinka mér hugmyndafræði þessarar konu pic.twitter.com/b4KaHKQNDP
— Atli Fannar (@atlifannar) January 4, 2019
Frábært. Dóttir mín er með teboð í herberginu sínu og þurfti að bjóða fokking Kolla kolkrabba. Hún veit ég þoli ekki að tala við þetta áttarma gúmmígerpi en samt býður hún okkur báðum hvað eftir annað. Ætli hann segi söguna þegar hann giskaði rétt á úrslit HM?
— Braig David ↗️Promoted (@bragakaffi) January 5, 2019
ég er smá að velta því fyrir mér hvort börn sem kunna ekki að tala en kunna að labba séu ekki stanslaust með harðsperrur og geta ekki sagt “ohhh ég var að byrja að labba í gær og nú er ég með svaaaaaaðalegar sperrur ;)”
— glówdís (@glodisgud) January 5, 2019
Allir foreldrar fótboltabarna á íslandi. pic.twitter.com/SKFTAx9GGS
— Hjálmar Örn Jóhannsson (@hjammi) January 6, 2019
Var í matarboði og öll fjölskyldan mín var þvílíkt að dissa bæði vegan og grænmetisætur(ég er grænmetisæta) og eftir hálftíma af niðurtali kemur:
“Mér er svosem sama hvað þau borða, svo lengi sem ÞAU séu ekki að DÆMA það sem ÉG borða”
fór næstum því að hlæja— eydís (@E_y_d_i_s) January 5, 2019
„Bjarga lífi? Nei takk, ég vil frekar að líffærin mín fái bara að rotna með mér.“
– Eigingjarnasta og versta fólk í heimi— Dagbjartur Gunnar (@dagbjartur) January 4, 2019