Gleðilegan sunnudag, það er komið að vikulegri Twitter samantekt Nútímans en það var nóg í gangi á miðlinum í vikunni. Hér er allt það besta.
Pælið í því að árið 2019 séum við ennþá að drepa hvort annað útaf því hvaða ímyndaði skýjapabbi sé bestur. Djöfull er mannkynið gölluð tegund ?
— Birkir Már Sævarsson (@BirkirSaevars) March 15, 2019
Ímyndið ykkur þetta:
Eftir að hafa verið rekin færðu tilboð í betur launað starf hjá risastóru fyrirtæki í evrópskri stórborg. Þetta starf gæti umturnað starfsferli þínum til hins betra og jafnvel komið þér á toppinn. En þú neitar því, vegna þess að ROSS VILL EKKI SLEPPA ÞÉR— eva hrund (@hrundbrund) March 16, 2019
Hugsa stundum um það þegar ég skvetti sláttuvélabensíni yfir ungling og kveikti í honum…lífið gefur og lífið tekur
— Sveppi (@Sveppi2) March 15, 2019
Albert til bjargar. pic.twitter.com/R6CcLcHOce
— Albert Ingason. (@Snjalli) March 16, 2019
Ég sakna Idol Bubba pic.twitter.com/RpliYwH9kt
— Popptíví kynslóðin (@IslenskN) March 15, 2019
Allir sem elskuðu sítrónusvala í æsku eru alkólhóllistar í dag.
— Atli Jasonarson (@atlijas) March 16, 2019
Stundum spyr fólk okkur @mariarutkr hvort það sé raunverulega þörf á því að tala um hinsegin málefni enn í dag. Svo koma komment eins og þessi.
Bottom line: já það er ennþá þörf á því ✌? pic.twitter.com/5IP4wHhD3g
— Ingileif Fridriks (@ingileiff) March 15, 2019
Pabbi kom til Íslands 1965. Stundaði stangveiði nánast til dauða dags, elskaði hangikjöt, vann sem túlkur og stuðningsfulltrúi og mætti á alla handboltaleiki sem ég spilaði.
En hey, maðurinn var múslimi og “þetta lið bara getur ekki aðlagast íslensku samfélagi, senda það burt” pic.twitter.com/PnyelnAvHO
— Miriam Petra (@mpawad) March 12, 2019
– Bíddu, ertu að segja mér upp?
– Nei, alls ekki, ég ætla einfaldlega að stíga til hliðar.
– Ha?
– Já, mér fannst persóna mín trufla í þessu sambandi. Svo ég ætla að stíga til hliðar.
– Ertu þá að hætta með mér eða ekki?
– Ég er að stíga til hliðar til að eyða óvissu.— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) March 13, 2019
þetta er svona meme þar sem geimvera er að þykjast vera manneskja https://t.co/s6IhRPkC7W
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) March 12, 2019
Smá skilaboð til þeirra sem vilja "senda þetta lið heim" því að þeir "vilja ekki búa hér"
◾Það vill enginn flýja landið sitt.
◾Þetta fólk ÞURFTI að flýja landið sitt.
◾Fólkið vill ekki vera á bótum, það vill vinna.
◾ALLIR eru jafnbornir til mannréttinda. pic.twitter.com/wtraW5pSkj— Muhammad Zaman (@mummizaman) March 12, 2019
Athyglisvert að kallarnir sem eru alltaf bara að 'verja réttarríkið' þegar þeir smána fórnarlömb kynferðisofbeldis hafa engar áhyggjur af réttarríkinu þegar Mannréttindadómstóllinn telur að því vegið. Enda meina þeir 'feðraveldið' þegar þeir segjast vera að verja 'réttarríkið'.
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) March 12, 2019
— Helgi Steinar (@helgistones) March 15, 2019
Í tengslum við þetta Boeing mál þarf ítrekað að hringja í Jens Þórðarson, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Icelandair.
Ég hef hlegið mikið inni í mér í hvert sinn sem einhver á ritstjórninni segir „það þarf að hringja í Jens“ eða „nei nú hringi ég í Jens“.
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) March 12, 2019