Sunnudagar eru Twitter dagar hér á Nútímanum. Það er komið að hinni vikulegu Twitter samantekt en Íslendingar voru einstaklega fyndnir og sniðugir í vikunni.
Amen
Vinsæl skoðun: Nóa konfekt er ömurleg jólagjöf. Ef þú ætlar að gefa nammi í jólagjöf gefðu þá amk gott nammi
— Siggeir F. Ævarsson (@siggeirslayer) December 6, 2018
Íslendingar:
Setjum á okkur bleikt armband og skrifum status um hvað Lof mér að falla hafði mikil áhrif á okkur. Armbandið og statusinn hefur engin önnur áhrif en að láta okkur líða eins og við séum skilningsrík og góð. Sem við erum ekki. En það er aukaatriði. #nágrannalögbannið
— Margrét (@MargretVaff) December 7, 2018
Tvífarar dagsins
Unglingar á Fantastic Beasts. Ingvar E birtist á tjaldinu.
Unglingur 1: Bíddu, hver er þetta aftur?
Unglingur 2: Laddi?
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) December 8, 2018
Ótrúleg ferilskrá
Svona fyrst að Anna Kolbrún var ekki alveg strangheiðarleg með ferilskrána sína hjá Alþingi þá ættum við að skoða fleiri þingmenn. Til dæmis eru nokkur viðvörunarljós hjá @aslaugarna blikkandi. pic.twitter.com/4E0IpCg5s5
— Stefán Snær (@stefansnaer) December 4, 2018
2 ára dóttir mín kann stafrófið. Ég lærði það 24 ára. Hún má alveg vera moðurbetrungur, en aðeins að show some respect.
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) December 7, 2018
Allt okkar besta fólk pic.twitter.com/rrj3Vxm5ww
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 8, 2018
Ég bað barnið um að klæða sig en í staðinn:
Lék hann sér í playmo
Kubbaði
Lék uppvakning
Fór á klósettið
Gerði kraftapósur fyrir framan spegil
Elti mig á meðan hann sveiflaði priki
Lék Power ranger
Lá á gólfinu með playmó geimskip á andlitinu
Hann skilur ekki af hverju ég er fúl— Lóa (@Loahlin) December 7, 2018
ah já, kynin sjö pic.twitter.com/3dCWu4nqUS
— Brynjólfur (@bvitaminid) December 5, 2018
Hefði… mögulega… mátt sleppa jólaforskeytinu í þessu tiltekna tilviki? ? pic.twitter.com/hEekHiHfDJ
— Klara Arnalds (@klaraarnalds) December 8, 2018
Hlutir sem þú vilt ekki að makinn þinn segir við þig
#1 pic.twitter.com/xUEQ4b8hya— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) December 7, 2018
Við fullorðna fólkið verðum að setja fordæmi og virða lítil börn þegar þau segja nei, vilja ekki knúsa, vilja ekki kyssa bless. Um leið og þau byrja að nota nei-ið sitt fáum við tækifæri til að kenna þeim að þau mega setja mörk.
— erla (@nyttusername) December 8, 2018
Elsta dæmið um orðið prump sem finnst í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr bókinni Sálmurinn um blómið eftir Þórberg Þórðarson sem kom fyrst út 1954.
– Vísindavefurinn
— Daði Freyr ? (@dadimakesmusic) December 5, 2018
Besta við að eiga detachable hoodie. pic.twitter.com/GAIfusB8cK
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) December 8, 2018