Þá fer vikunni að ljúka og enn og aftur var nóg að gera hjá íslenska Twitter samfélaginu. Umræðan í vikunni snerist að mörgu leyti um Fréttablöð og fótbolta en okkur tókst að taka saman 13 tíst sem ná að vera drepfyndin án þess að koma þeim málefnum beint við.
Hér eru fyndnustu tíst Íslendinga í vikunni.
Byrjum þetta á góðu rími
Án þess að vera sérstaklega spennt fyrir því að eignast þríbura finnst mér lúmskt freistandi að eignast svoleiðis og nefna þá Örvar Hjörvar, Jörvar Hjörvar og Hjörvar Hjörvar.
— Hildur Hjörvar (@hhjorvar) May 31, 2018
Það geta pottþétt fleiri Íslendingar tengt við þetta
Ég á í svo sjúku sambandi við sólböð. Í hvert einasta skipti sem ég kem nálægt hitabeltinu fyllist ég svo miklum kvíða yfir því að verða ekki nógu brúnn þegar ég kem heim að ég baka mig þannig að húð mín brennur, skrælnar og þrútnar eins og ég hafi verið laminn með belti.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) June 2, 2018
Ágætis punktur
eitt stórt lol á fólkið sem bíður í röð til að komast inn í flugvél þegar það gæti bara setið og beðið þar til þau byrja að hleypa inn???
— e̟̱̤̜̘l̝̹̜i̪͎ͅs̺̳͓̯̥a̵̰͉̮͈b̝e҉͖͍̤̲̳t̛̫̝ (@jtebasile) June 1, 2018
Hún náði okkur
Ég sit ein að drekka bjór á Húrra, allir halda að tinderdeitið mitt hafi beilað, en haha the joke's on you, ég er bara bara ógeðslega einmana og á enga vini!
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) May 31, 2018
Kommur geta stundum skipt gríðarlegu máli
Nenniru plís að nota Ú pic.twitter.com/1UqgWufcVu
— Björgvin Stefánsson (@badgalbjoggi) May 31, 2018
Úff..
Fátt sem er eins mikill streituvaldur og að hella mjólk í kaffið fyrir aðra manneskju.
— Bragi Páll (@BragiPall) May 31, 2018
Það var þarna.
Þarna fórum við of langt með þetta.#HM2018 pic.twitter.com/EE6TUPE2IA— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) May 31, 2018
Vel gert
Asperger greinda dóttir mín, fór í atvinnuviðtal i pokemon bolnum sínum og gallabuxum. Sá sem var á undan henni var í jakkafötum. Hún er komin með vinnu hjá lögreglunni í Glasgow….. #égelskaskotland
— Sigrún Þórsteinsdótt (@Sigrunth) June 1, 2018
ég kemst ekki yfir þetta, þetta er of gott.
"Já sæl ég trúi því að jörðin sé flöt, fæ ég ekki afslátt?" pic.twitter.com/HxVBfiYQj9
— Hafþór Óli (@HaffiO) June 2, 2018
Haha
Ég var í kremabúð að kaupa krem og ég veit ekkert um krem og konan sagði hvernig finnst þer þetta krem? ég vissi ekkert hvað ég átti að segja um þetta krem og sagði mmm mjög góð lykt af þessu kremi og hún sagði þetta er reyndar lyktarlaust krem
— María Guðjohnsen (@Mariatweetar) June 1, 2018
Gott orðagrín
Vitiði hvaða hryllingsmynd sökkar?
– Baranormal activity— Þorvaldur Guðjónsson (@Valdig) June 2, 2018
Ekki gleyma karlmönnunum
Á hátíð hafsins er mikilvægt að muna að það voru ekki bara konurnar sem drógu björg í bú við að salta, flaka, breiða út fiskinn, beita, sauma stakkana, laga net, hengja á hjalla og aka fisknum í börum. Oft vill gleymast að karlmennirnir þurftu að veiða fiskinn úr sjónum.
— Kristján Hrannar (@KristjanHrannar) June 2, 2018
Mmmmm HM ostur
„Heyrðu nú er HM að koma, verðum við ekki að gera eitthvað?"
— allar markaðsdeildir landsins pic.twitter.com/LBYEAgdYbB
— Anna Fríða Gísladóttir (@AnnaFridaGisla) May 30, 2018
5 ára ég: Geri reglulega stólpagrín að pabba mínum fyrir kalla Olís ennþá BP.
35 ára ég: Get ómögulega vanið mig á að Esso heiti núna N1.
Örlög okkar allra er að verða foreldrar okkar.
— Björn Kr. Bragason (@BjolliKlikk) May 30, 2018