Þá er komið að síðasta Twitter pakka ársins 2018 hér á Nútímanum. Þó svo að þeir hafi margir verið frábærir í ár er ekki nokkur vafi á að hér að neðan er ein allra besta samantekt ársins. Tístarar landsins verða bara fyndnari og fyndnari.
Byrjum á real-talki frá Sölku Sól og Donnu Cruz
Fólk sem heldur að það sé réttur þeirra að ná í annað fólk, hefur ekki rétt fyrir sér. Ég þarf ekki að útskýra fyrir neinum afhverju ég svaraði ekki í símann, tölvupósti eða seenaði. Mér er sama þó það móðgist.
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) December 31, 2018
Skemmtilegt að sjá hvað fólk er brjálað yfir því að Íslendingar verði sjálfkrafa líffæragjafar eftir áramót ?
Sama fólk sem neitar konum þungunarrofi finnst allt í einu skandall að ríkið hafi eitthvað að segja um líkama þeirra ???
— Donna cruz (@Donneunice13) December 27, 2018
Úbbs..
Eldri sonurinn fékk gervikúk í jólagjöf.
Sá yngri kúkaði á gólfið áðan.
Pabbinn mislas í aðstæður. Verður fyndið seinna. #pabbatwitter
— Óskar Eiríksson (@oskarei) December 30, 2018
Í guðanna bænum
Einhver óþolinmóður skríll var að gróðursetja tré í hverfinu um miðja nótt. Geymið þessi rótarskot fram að áramótum!
— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) December 30, 2018
Vilhelm Neto setti inn tvö geggjuð myndbönd
Áramót pic.twitter.com/qJkUuOQyZi
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) December 30, 2018
Íslenskir unglingar samkvæmt handritshöfundum. pic.twitter.com/7eVpRXGY5h
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) December 27, 2018
7 ára frænkur mínar: í Betlehem er barn oss fætt
ég: BAAAARN OOOOSSS FÆÆÆÆÆTT pic.twitter.com/UEPAhFSbVO
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) December 29, 2018
Týpiskt, kona hlýtur titilinn Íþróttamaður ársins og hún þarf síðan að ganga frá stólum í lok kvölds pic.twitter.com/DvbQDIvleN
— gunnare (@gunnare) December 30, 2018
Söngvarinn á jólaballi rétti fósturbróðir mínum (4) míkrafón í í gær til að leyfa honum að syngja og í staðin fyrir að syngja sagði hann “ég hélt það ætti að vera kökur hérna” og labbaði í burtu.
— ?Heiðdís? (@BirtaHei) December 30, 2018
Okei ég er það þunn að ég var að labba úti með hendurnar í vasanum og rann og datt og í staðinn fyrir að taka hendurnar upp úr vasanum og láta þær taka fallið þá gerði ég það ekki og datt á andlitið.
— Elísabet Brynjars (@betablokker_) December 29, 2018
hápunktur ársins? ætli það hafi ekki verið þegar 10 ára barn roastaði mig á flugvellinum í köben þegar ég var að skoða gucci belti og sagði á dönsku að ég ætti ekki efni á því
— sniddi ? (@Maedraveldid) December 30, 2018
Veit ekki með ykkur en mér finnst EKKI í lagi að Reykjavíkurborg geri grín að fólki sem getur ekki sagt hringtorg ? pic.twitter.com/ZD7MHOFSyF
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) December 28, 2018
þetta er það fyndnasta sem ég hef séð pic.twitter.com/IQc2GOcd5x
— freyja sóllilja (@freyjaplaya) December 26, 2018
Rósir eru rauðar
Himininn er blár pic.twitter.com/k0z5oDeJ5r— Bjarki (@BjarkiStBr) December 25, 2018