Þá er komið að vikulegri Twitter samantekt Nútímans. Hér að neðan má sjá þau tíst sem vöktu mestar vinsældir á Íslandi í síðustu viku. Njótið!
hver setti þessar hænur upp í tré pic.twitter.com/Ql9EnWOg6E
— Óskar Steinn ?️???? (@oskasteinn) April 7, 2019
Forsetinn að opna eitthvað kynningarátak í Bónusverslun og rekst óvænt á mömmu sína, sem er bara að versla í matinn, er það íslenskasta sem ég hef á ævi minni heyrt #sveitin
— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) April 7, 2019
Ég gaf ömmu minni m.a mjög gúrme kaffi í afmælisgjöf á fimmtudaginn. Hún skilaði mér pokanum í dag því þetta var ömurlegt kaffi. Ég gæti mögulega sigrað twitter með ömmusögum.
— Binni Rögnvalds (@BinniRognvalds) April 7, 2019
Á Íslandi er bannað að ganga með skammbyssu en það er ekki bannað að vera með hrósbyssu sem er heppilegt því þú ert frábær. Pjú pjú ??
— Braig David ↗️Promoted (@bragakaffi) April 6, 2019
Vorum að mála og græja í nýja húsinu. Þegar hér var dinglað og ég sá strák standa fyrir þóttist ég vita að hann vissi bara ekki að fyrri eigandi væri fluttur.
En nei, dúllan spurði: ,,getur einhver hérna verið vinur minn?"*bráðn*
— Birna Rún (@birnaruns) April 6, 2019
Það er alltaf til nýbökuð "jólakaka" heima hjá ömmu. Var að spá hvað hún hefði bakað margar. Hún sagði tvær á viku síðan frá útskrift úr húsmæðraskólanum 1956. Amma hefur bakað sirka 2*52*63 = 6552 jólakökur um ævina.
— Sverrir Páll (@SverrirPS) April 7, 2019
Svo að brúðhjón komist í Brúðkaupsblað Morgunblaðsins þarf greinilega að uppfylla eftirtalin skilyrði:
-Kirkjubrúðkaup
-Hvítur kjóll
-Gagnkynhneigð
-Vera grönn og glæsileg
-Slatti af peningum til að halda veglegt brúðkaup.Lifi fjölbreytnin!
— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) April 7, 2019
Við sonur (2) vöknuðum við sólarupprás í bústað og erum að henda í pönnukökur og beikon mjög kósí. Fólkið í næsta bústað er á pallinum að öskurgarga stál og hnífur og æla. Misjöfn morfunverkin í #sveitin
— Gautur (@Gautur) April 7, 2019
Hef ekki eins miklar áhyggjur af gervigreind og sumir pic.twitter.com/it7XVbJTlR
— Hreiðar Ingi Eðvarðsson (@Hreidar_I) April 6, 2019
Góðan daginn, þetta er óþægilegasta mynd sem ég hef séð. pic.twitter.com/uWcYru2NrM
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) April 6, 2019
Fékk stórt hlutverk í talsetningu og var alveg viss um að ég myndi vera sæta aðalstelpan. Svo þegar ég mætti komst ég að því að ég væri svínið ? pic.twitter.com/ICvWyUoQvy
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) April 5, 2019
Stærsta hættan við að versla í flugvöllum. pic.twitter.com/lOjYdYODJp
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) April 1, 2019
Sjálfur er ég í skeifunni. Eblasafi pic.twitter.com/R1nlMfkkHL
— Sigurður Már Sig. (@siggim89) April 2, 2019
Þegar þú áttar þig á því að þú áttir að sækja barnið í leikskólann í dag og klukkan er orðin 17.45. pic.twitter.com/V3J8w2BTRF
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) April 2, 2019