Annasöm vika, við fengum nýja ríkisstjórn og allt í gangi. Á Twitter var fólk í gírnum alla vikuna og Nútíminn tók saman brot af því besta, skemmtilegasta og vinsælasta. Athugið að sumt var gott, skemmtilegt og vinsælt — annað bara eitt af þessu. Dæmi hver fyrir sig.
1.
Gaurinn fyrir framan mig í röðinni í Costco fékk synjun á kortið sitt. Ekki neitt fyndið við það. Nema sú staðreynd að hann var að reyna að kaupa lítinn peningaskáp.
— Berglind Festival (@ergblind) December 2, 2017
2.
Hvaða helvítis skepna var á English í gær? pic.twitter.com/DrKdz5majl
— pallipalma (@pallipalma) December 2, 2017
3.
keypti örfáar flíkur á ógeðslega mikið af pening á netinu.
fíkn fullnægt.
dúndrandi hamingja í tvær mín.
hrap.
samviskubit.
örvænting.
pöntun canceluð.
léttir.
ath þetta er ljóð.— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) December 2, 2017
4.
Minning 1984 sit við borð Frakkastígur dílerin heitir fraklín stæner við erum dóp vinir mikið kók á borði búnir með margar línur ég er með gítar í fanginu hjónaband mitt er farið í hundana ég fæ hugmynd að lagi skilnaðar lagi klára það á staðnum kalla það blindsker
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) December 2, 2017
5.
Dæmi um einstakling sem kann ekki að meta gott grín. https://t.co/8Tr3L9fM6T
— Siffi (@SiffiG) December 2, 2017
6.
Dóttir(4) í Playmo-leik: Mamma bófarnir eru allir dánir, er það ekki frábært? Þá geta þeir ekki stolið úr búðum lengur.
Ég: Nei þeir þurfa nú ekki að deyja, betra að kenna þeim að hætta að stela og gera eitthvað fallegt
Hún: Þetta er minn leikur og ég vil að þeir deyji.
?
— Dagný Davíðsdóttir (@DagnyDav) December 1, 2017
7.
Loksins. Réttlæti. pic.twitter.com/XL6YSmrLe7
— Atli Fannar (@atlifannar) December 1, 2017
8.
Maður í sjoppu áðan: Ég ætla fá sígó hjá þér.
Afgreiðslumaður: Já ok, hvaða tegund?
Maður: Bara það sem drepur mig fyrst. *snýr sér við og blikkar mig*Og ég fylltist innblæstri, hvílíkur töffari ???
— Jói (@barajohannes) December 1, 2017
9.
ég á virkum vs ég um helgar pic.twitter.com/oPF1TtkEiP
— Tómas (@tommisteindors) December 1, 2017
10.
Valdahlutföll innan nýrrar ríkisstjórnar eiga eftir að skýrast en hlutfall handastærðar eru alveg á hreinu. pic.twitter.com/AXgnOPHmqC
— Golli – Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) November 30, 2017
11.
Og orðin "Ásmundur Einar Daðason verður félagsmálaráðherra" ómuðu um landið allt, líkt og öskur farþegana í flugi WW117 forðum daga.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 30, 2017
12.
Stundum væri betra ef ég myndi bara þegja. https://t.co/e46ju35zKE
— Máni Pétursson (@Manipeturs) November 30, 2017
13.
Ástrálskur túristi pic.twitter.com/ZdPBNzAUWm
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) November 29, 2017
14.
Twitterfam, ég er ekki lengur með krabbamein. Næsta mál, takk. pic.twitter.com/YsMat8V7f9
— Sóli Hólm (@SoliHolm) November 29, 2017