Sum tíst fá meiri undirtektir en önnur. Þannig er nú það. Tístin hér fyrir neðan eru fyndin og eiga sameiginlegt að hafa sópað að sér lækunum frá notendum Twitter. Hér er brot af því besta úr vikunni. Gjörið svo vel.
Mörg þúsund skátar komu til landsins í vikunni og við tókum vel á móti þeim…
Ef við ætlum að ná að bróka alla þessa 5000 skáta sem eru hér á landinu þurfum við öll að hjálpast að á skipulagðan hátt ?
— Matthías Aron (@maolafsson) July 25, 2017
Hugur minn er hjá þeim sem fóru heim með skáta í nótt og eru að vakna við KÚMBAJA MY LORD.
— Gylfi (@GHvannberg) July 28, 2017
Á Twitter var fólk líka á almennu nótunum í gríninu
Tokstu einhverjar myndir i sumarfriinu tinu?
Keli: pic.twitter.com/5XAMiUXqVr
— Keli (@keli69steinnar1) July 27, 2017
uppahalds afþreyingin min er að gera vini að kviðmagum
— Johanna (@johannathorgils) July 28, 2017
Mig vantar svo sárlega að komast í gelluvinkvennahóp sem að commenta allar "hvað ertu ?" á flippmyndir á insta
— Hafþór Óli (@HaffiO) July 28, 2017
Það eru allir að tala um að heróínið sé á leiðinni. Evran búin að vera á leiðinni líka í mörg ár. Það gerist aldrei neitt spenndi hérna.
— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) July 29, 2017
Myndin Dunkirk fjallar í raunini bara um mánudaginn á þjóðhátið
— Arni Gudmundsson (@arnigudmundss) July 26, 2017
*ég byrja að hiksta*
ALLIR: okok drekktu átta lítra af flóaðri mjólk, troddu sinnepi uppí rassgatið á þér og ekki gleyma að standa á höndum
— Tómas (@tommisteindors) July 27, 2017
Við elskum öll Vigdísi, er það ekki annars?
Verandi svangur grís í Melabúð pirraðist ég á eldri konu sem var lengi að athafna sig. Þetta var Vigdís Finnboga.Fékk rakleiðis samviskubit.
— Bergur Gunnarsson (@bergurgunnars) July 26, 2017
Íslendingar eru svona u.þ.b ósammála um allt en eitt sameinar okkur öll, Vigdís Finnbogadóttir.
— Katrin Mist (@KatrinMist) July 26, 2017
Hver elskar núðlur meira en foreldra sína?
https://twitter.com/gudrunmarsibil/status/890962773273870336
Hver hefur ekki lent í því?
Dreymdi að ég væri að hafa samfarir. Við dominos sendil, klæddan í dominos búning, með derhúfu og posa í hönd. Óþægileg sjálfskoðun í gangi.
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) July 29, 2017
Það kom víst gott veður í vikunni…
Hefur verið gerð einhver viðbragðsáætlun af hálfu yfirvalda um rýmingu landsins ef Bongó morgundagsins klikkar?
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 25, 2017
Veðurstofan: Þetta verður besti dagur ársins ?
Kölski: Sendið gjörningaþoka. Og jarðskjálfta.
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 26, 2017
Gott grín….
Lilja var að leita með apple tv remote. Hægt að nota símann minn. Hef aldrei framkvæmt jafn vel lukkaðan hrekk. pic.twitter.com/XtHWPLA2ay
— Berglind Festival (@ergblind) July 24, 2017