Það sem stóð uppúr í vikunni var 1-1 jafntefli Íslands gegn Argentínu á HM í fótbolta. Það var þó nóg annað í gangi og við höfum hér að neðan tekið saman það besta og fyndnasta úr umræðunni á Twitter. Þrátt fyrir að það hafi verið krefjandi þá tókst okkur að taka saman 15 tíst sem eru sprenghlægileg og tengjast fótbolta ekki neitt.
Byrjum þetta á frábærri viðskiptahugmynd
Viðskiptahugmynd: Nefna hátíðina Secret Solstice frekar Secret Solgryn og fá Solgryn til þess að sponsa hátíðina. Hafragrautur er hollur og góður fyrir meltinguna. Allir með góðar hægðir og allir græða.
— Árni Vil (@Cottontopp) June 15, 2018
Góð tilraun
Í kvöld klæddi karlmaður sig úr öðrum skónum á dansgólfinu, hélt honum við eyrað á mér og sagði að það væri síminn til mín.
Þetta var svo skrítin og elaborate viðreynsla að ég svaraði næstum í skóinn.
Hvert ætlaði hann með’etta?
— Anna Marsý (@anna_marsy) June 16, 2018
Þegar þú orðar þetta svona…
https://twitter.com/ill_ob/status/1007688173693087744
Hver kannast ekki við þetta?
helvíti lék lífið við mann þegar maður kom heim eftir skóla, ristaði brauð, skóflaði 6 matskeiðum af nesquick ofan í mjólkurglas og lærði textann við lose yourself með Eminem, núna fer ég heim eftir vinnu og kvarta yfir háu verði á lárperum
— Hrafnhildur Agnarsdóttir (@Hreffie) June 13, 2018
Erfitt líf…
Ég er búinn að vera einhleypur það lengi að ég er byrjaður að ljúga að sjálfum mér að ég sé með hausverk svo ég sleppi við það að stunda sjálfsfróun.
— Albert Ingason. (@Snjalli) June 14, 2018
Úbbs..
sendi kæró nokkur messages: „hæhæhæ viltu leika á eftir?“ „getum við farið í sund?“ „mig langar í kartöflusalat“„mig langar líka í sleik“ „þetta er nú meira einstefnustamtalið“
hann: „sæl. ég er að kynna aðaluppdrætti fyrir yfirmönnum mínum og skilaboðin koma öll á skjáinn“— Brynja Oskarsdottir (@BrynjaHuld) June 12, 2018
Þetta er smitandi
Ef einhver er að spá í því hví þingheimur féll í yfirlið þá er það vegna þess að @katrinjak kláraði súrefnið í þingsalnum með þessum geispa. pic.twitter.com/oTZzBNdoHe
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) June 12, 2018
Við þurfum að finna lausn við þessu vandamáli
það erfiðasta við að fara í sund er að vita hvað maður á að segja í afgreiðslunni.
“daginn, ég ætla í sund”
“daginn, einn í sund”
“daginn, ætla ofaní”allt asnalegt
— Heiður Anna (@heiduranna) June 12, 2018
Þessi er klassískur
Hvað gerir maður við gamalt kjöt?
– Býr til eldriborgara!Morbid Hrafnhildur að segja brandara ?
— Svala Hjörleifsdóttir (@svalalala) June 15, 2018
Þvílíkur dónaskapur
Jæja nú liggur ekki vel á mér, ég fór heim með stelpu um helgina og þurfti að skutla henni heim. Hún neitaði að borga helming í bensín og núna er hún að hunsa gíróseðilinn sem ég sendi henni.
— Siffi (@SiffiG) June 15, 2018
HAHA
https://twitter.com/jonkarieldon/status/1007578206214508544
Ókei, þetta tengist fótbolta smá en er einfaldlega of fyndið og krúttlegt
konan mín er í útlöndum og sendi mér í gær sms um eina fótboltabúninginn sem sonur okkar á svo ég klúðraði engu í morgun pic.twitter.com/3Z57oHKzMu
— Olé! (@olitje) June 15, 2018
Vandræðalegt
í útskriftarveislu mömmu minnar hélt vinkona hennar að ég væri ung hjásvæfa, óþægilegasta augnablik helgarinnar
— stófi (@KristoferAlex) June 14, 2018
Vigdís Hauks var að byrja að followa mig… ekki á twitter heldur er ég í kringlunni og hún er búin að elta mig í hálftíma
— Siffi (@SiffiG) June 14, 2018
Góð blanda
gaur fyrir aftan mig í röðinni í hagkaup klæddur í smíðagalla að versla tvær mountain dew og stóran frón kexpakka. einhverskonar hybrid af iðnaðarmanni og pírata með unglingaveiki.
— Tómas (@tommisteindors) June 14, 2018