Æsispennadi annari seríu Ófærðar lauk í gærkvöldi og ef marka má íslenska álitsgjafa á Twitter, þá sat landinn fastur yfir víðskjánum í gær og horfði á uppgjör lögreglumannsins Andra Ólafssonar við harðsvíraðan morðingja norður á landi. Hér eru 15 bestu tístin um lokþátt Ófærðar en Nútíminn varar þá við sem ekki hafa séð þáttinn, að í fréttinni eru spilliefni!
Þórhildur greyið féll ekki vel í kramið hjá landanum.
Spinoffþáttur um Þórhildi mun heita Óþæg #ófærð #óþæg
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) February 24, 2019
Örlög Ásgeirs eru óásættanleg, þrátt fyrir afsökunarbeiðni Balta!
ég held í vonina að þau nái að tjasla saman Ásgeir með einhveskonar fiskiroði og að hann komi sterkur inn í lokin #ófærð
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) February 24, 2019
It’s the Scandinavian way baby!
Allir verða að klára úr glasinu sínu ef að niðurstaðan í þessu öllu er classic skandinavískt sifjaspell. #ófærð
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 24, 2019
Stjórn félags svínabænda mun setjast á neyðarfund kl. 22:15. Búist við að sala á svínakjöti verði með minnsta móti næstu vikur #ófærð
— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) February 24, 2019
Hvolpasveit, hvolpasveit leysir allan vanda!
Enn eitt verkefni sem hvolpasveitin bjargar með príði. No job is to big, no pup is to small #ófærð
— Lovísa (@lovisajonsd1) February 24, 2019
Sigurjón Kjartans handritshöfundur með vísanir í íslenska sígild.
Hann er ekki sonur minn, Hann er sonur Höllu. Bílastæðaverðirnir halda áfram að plotta #ófærð
— Maggi Tóka (@MaggiToka) February 24, 2019
Hver í fokkanum man Íslykilinn sinn hvort sem er?
Það hefði s.s verið hægt að sleppa allri þessari seríu, koma í veg fyrir 4 dauðsföll og gríðarleg eignarspjöll ef Stefán hefði bara munað Íslykilinn sinn á Íslendingabók! #Ófærð
— Heppinn Norðmaður (@bergur86) February 25, 2019
Hvað ætli Brimborg hafi splæst miklu í þetta plögg?
Þórhildur er hjá Brimborg. Stefán sagði að hún væri á öruggum stað. #ófærð
— Leifur Viðarsson (@Leifurv) February 24, 2019
Aah ókei svo ÞAÐ er rangstaða ⚽️
Hálfbróðir mömmu sinnar og barnabarn pabba síns. Talandi um að vera rangstæður #ófærð
— Brynjar Stefansson (@BrynjarStefans) February 24, 2019
Jámm, allt endaði vel
Tengdamömmu fannst þetta allt enda vel. 3 morð, 2 sjálfsmorð, sifjaspell, nauðgun og mengað vatnsból er sem sagt ekkert til að stressa sig á. Svo ég tali nú ekki um væntanlega stóriðju #ófærð pic.twitter.com/fjOttUcU9A
— Sigurður Svavarsson (@Siggivs) February 24, 2019
Blússandi vertíð hjá prestinum í plássinu.
Nennir presturinn sem Halldóra Geirðharðs leikur,að jarða 5 menn í einu? Gísli,Finnur,Pawel,Ásgeir og nú Stefán?? #ófærð
— Tomas Helgi Bergs (@TomasHelgiBergs) February 24, 2019
I do have are a very particular set of skills…
Andri hringdu í Liam Neeson, hann veit hvað á að gera!! #ófærð
— Fannar Veturliðason (@veturlidason) February 24, 2019
Það mætti segja að þetta hafi verið frekar… svínslegt mál #ófærð
— Jón Ingvi (@joningvi) February 24, 2019
Fast skotið á Siglfirðingagreyin…
Eru allir Siglfirðingar synir afa síns? Það myndi útskýra margt #ófærð
— Sveinn Fannar (@Sv1Fannar) February 24, 2019
Þú ert nóg!
"Þú ert nóg, Stefán." Andri Karen. #ófærð
— Sunna V. (@sunnaval) February 24, 2019
Og eitt að lokum…erum við ekki öll sammála því?
Upplifi mikinn tómleika nú þegar. Hvað á ég að gera næsta sunnudagskvöld? Mamma hringdi bara til að athuga með mig svona í seríulok. Hún hefur raunverulegar áhyggjur. #ófærð
— Sigrún Sigurpàls (@SigrunSigurpals) February 24, 2019