Helgin er á enda og hellingur af fyndnum tístum komin og farin. Tístin hér fyrir neðan eru fyndin og eiga það sameiginlegt að hafa fæðst í vikunni og sópað að sér lækum frá notendum Twitter. Hér er brot af því besta. Gjörið svo vel.
1.
bróðir minn er mjög ómenningarlegur og lélegur í útlensku.
þjónn: bon appetit.
hann: no, thanks.— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) September 10, 2017
2.
Þegar sonur þinn heldur sjúka tónleika í Eldborg en þú ákveður að toppa þá með rugluðu klappi í eftirpartýinu… pic.twitter.com/HMPrbaUY8D
— Björn Bragi (@bjornbragi) September 10, 2017
3.
Heitir ofninn á Wilson's Pizza ekki örugglega Oven Wilson?
— Bjarki (@BjarkiStBr) September 10, 2017
4.
mömmulegasta sms í heimi pic.twitter.com/ltntdVl9jl
— rakelsifharalds (@rakelsifharalds) September 9, 2017
5.
Afi minn fór á honum rauð
Eitthvað suður á bæi
Að sækja sykurGlúten free version
— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) September 9, 2017
6.
Minnig vond.Svaf hjá stelpu.Nótt þarf pissa.Villtist fór inní Ragnt herbeggi.Mökkaður pissaði á hjónarúm foreldra.Slóst við pabba mamma grét
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) September 9, 2017
7.
Ég hlakka svo til eftir 16 ár þegar allir krakkarnir sem elska Ævar vísindamann fá hann í forsetaframboð og kjósa hann og hann vinnur!
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) September 9, 2017
8.
Ég hélt alltaf að kæró þýddi einhvern sem þú ætlar í mál við. Þetta breytir töluvert miklu.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 9, 2017
9.
Verstu illmenni allra tíma samkvæmt guttanum.
1. Voldemort
2. Hitler
3. Ég eftir að tilkynna að trampólínið verður tekið niður um helgina.— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) September 9, 2017
10.
Er uppselt eða? Já
100 %? Já
Laumar þú ekki á 3 miðum? NeiDjöfulsins Kjaftæði er þetta!
Sterahaus í Bíó sem hélt að hann væri á austur
— Albert Ingason. (@Snjalli) September 8, 2017
11.
@DPISL ánægjulegt að sjá hvað þið eruð með hamingju sama starfsmenn. pic.twitter.com/3e6oJBS0zX
— ❀ Víglundur ❀ (@viglundur) September 8, 2017
12.
heyrði gaur segja 'þú verður að elska sjálfan þig áður en þú elskar aðra' upphátt við sjálfan sig í ræktinni áðan. rooting for you buddy.
— Berglind Festival (@ergblind) September 8, 2017
13.
Mín versta martröð væri ef ég gerði einhver mistök og Grímur Grímsson kæmi að mér og væri ekki reiður út í mig, heldur vonsvikinn
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) September 8, 2017
14.
Tvær konur í búningsklefa:
1. "Ætlarðu að fara í pottinn?"
2. "Æ nei ég er svo nýkomin fra útlöndum. Ég var í Vínarborg."Ég skil ekkert.
— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) September 8, 2017
15.
„Fyrirgefðu. Eruð þið með Stockholm syndrome?"
Starfsmaður IKEA pikkar inn í tölvu, leitar og tékkar. „Er það púði eða …?"— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) September 8, 2017