Það er sunnudagur og því er komið að Twitter-pakka vikunnar hér á Nútímanum. Líkt og vanalega var Twitter samfélagið gífurlega skemmtilegt í vikunni. Njótið!
Sjá einnig: 14 skemmtilegustu og sniðugustu tíst vikunnar: „Óþægilegasta mynd sem ég hef séð“
Magnaður!
Er að nálgast 40 àr sem atvinnumaður í tónlist og mér finnst jafn gaman og æsandi að semja og vera á sviði eins þetta hefði byrjað fyrir 30 dögum❤️❤️
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) May 10, 2019
Þvílíkur listi
Nennir einhver að gera nútímaútgáfu af þessum stigum ölvunar frá 1930? Það vantar t.d. Tipsý, hellaður, mökkaður og eitthvað fleira pic.twitter.com/B5AiJqc2qw
— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) May 11, 2019
Margrét Erla Maack var ekki sátt með undarlega pistil biskup Íslands
Ófætt barn mitt verður ekki skírt inn í Þjóðkirkjuna. pic.twitter.com/iTU5rpH9eW
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) May 11, 2019
Skemmtilegt
Ég skrifaði mjög hæfileikaríkri danskri konu sem er að rokka í atvinnulífinu fangirl skilaboð og bað hana að ráða mig í vinnu því choose your boss not your job. Fékk ekkert svar.
HÚN VAR AÐ SVARA MÉR, SAGÐI ÉG VÆRI HUGRÖKK OG ÁHUGAVERÐ OG VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ DREKKA KAFFI SAMAN.
— Elinóra Guðmundsd. (@Elinoragud) May 11, 2019
Þessi hefur verið perufullur
hver hefur svosem ekki lent í því pic.twitter.com/3lxTjQ0iTy
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) May 11, 2019
That’s the tea
Getum við plís hætt að láta eins og þessi þungunarrofsumræða snúist um börnin sem gætu orðið til? Ef þessu fólki væri svona ofsalega umhugað um börn þá væri það að beita sér fyrir betri úrræðum fyrir börn sem vantar fjölskyldur, húsnæði, menntun, mat, ást.
— Margrét D Jónsdóttir (@margretdj) May 11, 2019
Ef þessum körlum er svona umhugsað um framtíð ófæddra barna ættu þeir kannski að fókusa meira á umhverfismál sem er lang stærsta og alvarlegasta mál 21.aldarinnar og hætta að rífast um hvort konur eigi sig sjálfar eða ekki.
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) May 9, 2019
Mér leið verr en ég bjóst við eftir mitt #þungunarrof en ég hef aldrei efast um að sú ákvörðun var rétt. Var 19, langaði ekki að verða mamma og í 10 ár í viðbót hélt ég að ég myndi aldrei vilja það.
Var og er svo þakklát fyrir valfrelsi og góðu aðgengi.— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) May 9, 2019
HAHA!
Ég: „Þú ættir að deita hann – hann er æði!!“
Erlend vinkona: „Ég ætla ekki að deita gaur sem vinkona mín hefur farið í sleik við!“Það er aldeilis að konur geta leyft sér lúxus í útlandinu!
— Nanna Elísa Jakobsd. (@nannaelisaj) May 10, 2019
Amma er s.s. í fríi í Berlín og hefur fengið nóg af því að ég sé ennþá einhleypur.#Ömmutwitt pic.twitter.com/zmc4JKYNAv
— Júlíus Jóhannesson (@juliusjnr) May 4, 2019
https://twitter.com/raggihans/status/1127139243606859776
Fékk match í dag. Fyrstu skilaboðin voru:
"Viltu dic pic?"Svaraði: Nei takk. Ég er búin að vera svo kvefuð upp á síðkastið að ef mig langar að sjá eitthvað bleikt og þrútið kíki ég bara á nefið á mér í spegli.
.. Fékk unmatch áður en ég gat tekið screenshot
— Sunnfríður (@SunnaSveins) May 10, 2019
Bekkjarsystir úr grunnskóla afgreiddi mig á kaffihúsi um daginn. Ég, verandi mjög góð í smalltalki spurði hana hvar hún væri að vinna.
HVAR?ERTU?AÐ?VINNA??
já. hún brást svona við. pic.twitter.com/ZcjJ8Waimj
— kolbrún ? (@kolbrunhelga) May 9, 2019
Ég bý í gömlu húsi frá því um 1890 og börnin mín (2 og 4) hafa bæði kvartað undan stráknum í svefnherberginu okkar sem er alltaf á sama stað þó að húsgögnin séu færð úr stað. Nú var 2 ára að kvarta undan manninum inni á baði. ?
— Nína Richter (@Kisumamma) May 10, 2019
Endum þetta á geggjuðu myndbandi frá okkar allra besta Vilhelm Neto
Harðkjarna Ást pic.twitter.com/jjKhwU5DS9
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) May 5, 2019