Uppfært kl. 22.43: Skýringin er komin á vef forsætisráðuneytisins.
—
Um ein og hálf milljón manns söfnuðust saman í París í dag til að sýna samstöðu og mótmæla árásum síðustu daga. Fjöldi þjóðarleiðtoga mættu til fundarins en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mætti ekki fyrir hönd Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar er von á tilkynningu vegna málsins.
Minnihlutaþingmenn hafa gagnrýnt ákvörðun Sigmundar um að mæta ekki á samstöðufundinn. Á Twitter grínast notendur og nota kassamerkið #ástæðanfyriraðfaraekki. Fjölmargir taka þátt í umræðunni og hér koma nokkrar ástæður sem hljóta að koma til greina þegar tilkynningin verður skrifuð.
16.
Ég þarf að fylgjast grannt með umræðunni hér á landi. Ég er stanslaust ofsóttur af fjölmiðlum. #ástæðanfyriraðfaraekki
— Nanna Elísa Jakobsd. (@nannaelisaj) January 11, 2015
15.
Svo stutt síðan ég fór í Euro Disney. #ástæðanfyriraðfaraekki
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) January 11, 2015
14.
https://twitter.com/emil_smith97/status/554398795300339712
13.
Er að hlusta á allar plötur The Offspring #ástæðanfyriraðfaraekki
— Gunnar (@gunnarmh) January 11, 2015
12.
Hættulegur matur í útlöndum #ástæðanfyriraðfaraekki
— Jón Ólafs (@jonolafs) January 11, 2015
11.
Er að fara í gegnum Saurlífi á snapchat #ástæðanfyriraðfaraekki
— Trausti vinur þinn (@Traustisig) January 11, 2015
10.
Toxóplasmi, toxóplasmi út um allt! #ástæðanfyriraðfaraekki
— Henrý (@henrythor) January 11, 2015
9.
https://twitter.com/ArnaStjarna/status/554396432787333121
8.
Mountain Dew er vont í Frakklandi #ástæðanfyriraðfaraekki
— Orri Kristjánsson (@orrikristjans) January 11, 2015
7.
https://twitter.com/marialiljath/status/554395187318116353
6.
Þori ekki til útlanda. Gæti hitt Gísla Martein. #ástæðanfyriraðfaraekki
— Magnús Sigurbjörnsson (@sigurbjornsson) January 11, 2015
5.
Það eru ekki óþægilegar umræður fyrir mig á Alþingi. #ástæðanfyriraðfaraekki
— Lilja Þorsteinsd. (@liljath) January 11, 2015
4.
Skortur á SS pylsum í París. #ástæðanfyriraðfaraekki
— Logi Pedro (@logipedro101) January 11, 2015
3.
Frakkland er ekki í framsóknarflokknum #ástæðanfyriraðfaraekki
— Thorsteinn J. (@Thorsteinnj) January 11, 2015
2.
Ég er með David Cameron á Snapchat, er það ekki nóg? #ástæðanfyriraðfaraekki
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 11, 2015
1.
Fara á Louvre? Ó, mér heyrðist þú segja „fá mér lúr“ #ástæðanfyriraðfaraekki
— Stefán Óli Jónsson (@St_Oli) January 11, 2015