Í daglegu rútínunni gleymum við oft að prófa eitthvað nýtt og búa til nýjar og öðruvísi minningar. Nútíminn tók saman lista af hlutum sem geta hjálpað þér að brjóta upp á daginn.
Byrjum þetta.
1. Lærðu á hljóðfæri
Lærðu á hljóðfæri, nema þú kunnir nú þegar á hljóðfæri. Þá lærirðu á nýtt hljóðfæri.
2. Er besti vinur þinn kannski frændi þinn?
Skoðaðu ættartréð þitt og athugaðu hvort þú getir lært eitthvað nýtt um forfeður þína og frændfólk. Þú gætir til dæmis verið skyldur maka þínum. Skemmtilegt!
3. Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Kauptu alls kyns fræ og byrjaðu að rækta grænmeti í gluggakistunni. Maturinn bragðast mun betur þegar þú ert búinn að vera vökva hann í marga daga.
4. Hrósaðu ókunnugum
Hrósaðu ókunnugum — það gæti bjargað deginum þeirra. Við lofum þér því að þér á eftir að líða betur fyrir vikið.
5. Láttu aðra panta fyrir þig matinn
Þorirðu? Fáðu einhvern til þess að panta matinn fyrir þig á veitingastað. Ókunnugan eða vin. Bannað að hætta við, sama hvað viðkomandi velur.
6. Dragðu fram borðspilin
Taktu upp uppáhalds borðspilin þín og athugaðu hvort þú sért jafn góð/ur í því og áður. Hringdu í vini og fjölskyldu og byrjið að spila!
7. Sparaðu rafmagn, slökktu á raftækjunum
Slökktu á öllum raftækjunum þínum. Fólk er mismunandi, hversu lengi endist þú án þeirra?
8. Hæ, hello, guten dag, salve
Lærðu að segja hæ á 40 tungumálum.
9. Prófaðu nýtt útlit
Prófaðu að ganga í fötum sem þú myndir vanalega ekki ganga í, fá þér nýja og ferska klippingu. Þú ræður, prófaðu þig áfram í þessu.
10. Þinn eigin bucket-listi
Skrifaðu niður þinn eigin bucket-lista með að minnsta kosti 25 hlutum sem þú villt gera áður en þú fellur frá. Þú ert ekki að fara að lifa að eilífu. Sættu þig við það.
11. Láttu dáleiða þig
Margir eru hræðast það mjög að láta dáleiða sig en ekki þú!
12. Hlustaðu á stjórnmálaflokkana sem þú styður ekki með opnum hug
Þetta er stórkostleg pæling!
13. Prófaðu tíu nýja veitingastaði
Dragðu fólk með þér á ýmsa nýja staði, prófaðu öðruvísi mat og skapaðu minningar.
14. Veldu þér ný álegg á pizzuna þína
Talandi um að fara út fyrir þægindaramman!
15. Drekktu bara vatn í viku
Drekktu bara vatn í heila viku. Ekki gleyma að borða mat samt. Þú getur skorað vin í keppni, hvor endist lengur!
16. Einn í bíó
Farðu ein/n í bíó. Margir hræðast ekkert meira en að fara einir í bíó.