Vikan er búin og hún kemur aldrei aftur. Þau sem eru strax byrjuð að sakna vikunnar geta rennt yfir þessi tíst og rifjað upp góðu stundirnar sem vikan færð okkur. Hún færð okkur gleði og hún færði okkur sorg.
Hún færði okkur líka nokkur frábær tíst sem Nútíminn tók saman, lesendum til ánægju og yndisauka.
Byrjum á einum ótrúlegum
Ég vann einu sinni í kjötborðinu í Nóatúni. Helvíti gaman, en á endanum var ég rekinn..
…Var alltaf að hringja mig inn vegan
— Hrafnkell Guðjónsson (@Keli1989) April 14, 2018
„Mér finnst svo róandi að þvo mér um hendurnar. Gleymdi alveg stað og stund.“ — Mhm. Akkúrat.
Einu sinni fór ég á deit, á veitingastaðnum fór deitið á klósettið og var þar drykklanga stund. Kom svo tilbaka og sagði að honum fyndist róandi að þvo á sér hendurnar og að hann hefði gleymt sér.
Var að átta mig á því núna að hann var pottþétt að kúka!!…það eru 9 ár síðan?
— vaselín (@_elinasbjarnar) April 10, 2018
Mjög góð spurning
Hvernig er það, fæðast bara öll börn með tómatsósubrandarann einhversstaðar inn í frumunum og svo springur hann út þegar þau verða ákveðið gömul?
— Hildur (@hihildur) April 13, 2018
????
Þegar mamma og pabbi sprengdu Gender Reveal blöðruna áður en þau eignuðust mig birtist bara hellingur af litlum hvítum strimlum sem á stóð „Vonbrigði”
— Stefán Snær (@stefansnaer) April 10, 2018
????????????????????????
Ótrúlegt að loforð Sjálfstæðisflokksins um að fella niður fasteignaskatt á 70+ hafi fengið dynjandi lófaklapp á þessari gráhærðustu samkomu Reykjavíkur síðan Davíð Oddsson tilkynnti forsetaframboð sitt. pic.twitter.com/5J323ozqvW
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) April 14, 2018
Segðu okkur frá hinum fjórum atriðunum á listanum
S/o á kassastarfsmann hagkaupa í skeifunni sem byrjaði að renna hlutunum mínum í gegn þegar hann leit svo á mig og sagði “er fokking fugl hérna inni?” allavega top 5 mest steikt sem eg hef lent í í hagkaup skeifunni
— Rebekka 'skvísan' Ashley (@fallegasta) April 12, 2018
Ok, gjemli
Fokking menntaskólakrakkar í fyrirpartýi með læti klukkan 22:30. Ég sagði þeim vinsamlegast að lækka. Get ekki sofnað yfir þessum röppurum. Herra Hnetukall, Aron Pálmi og Sturla atlantis. Bara rugl
— Aron Elí Helgason (@heimsending) April 12, 2018
Ok, gjemla
Þrjár mjög ungar dömur voru á eftir mér í ríkinu. Þetta var í innkaupakörfunni þeirra. Gott að sjá að ekkert hefur breyst í unglingadrykkju sl. 20 ár eða svo. pic.twitter.com/5b8XJQFTrx
— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) April 12, 2018
????????????
Sá gaur í ræktinni labba afturábak á brettinu og taka einhver róbota spor, algjörlega í eigin heimi. Helvíti flott hjá honum. Meðan var ég bara enn að hugsa um vandræðalega augnablikið þegar ég heilsaði óvart einhverjum í Sporthúsinu sem ég þekkti ekki neitt.
— gunnare (@gunnare) April 12, 2018
Ég alltaf í skólanum:
„nei hvað meistari er bara opna bjór í tíma?!?”
Lít við og þá er þetta bara enn einn lúðinn með nocco
— Brynja Bjarnadóttir (@brynjabjarna) April 12, 2018
nei rúmlega tvítugi strákur frá grafarvogi sem býrð í foreldrahúsum og ert í viðskiptafræði í hr, þú ert ekki af gamla skólanum þó þú hafir einu sinni drukkið kaffi með engri mjólk.
— Tómas (@tommisteindors) April 11, 2018
Góða nótt og guð blessi alla karlmennina sem móðgast þegar kona samsamar sig ekki við orðið “maður”.
— Heiður Anna (@heiduranna) April 10, 2018
Þegar ég stekk út úr rútunni í Fortnite pic.twitter.com/JR4wRESEfs
— Steindi jR (@SteindiJR) April 11, 2018
????
stundum þegar ég pirra mig á mömmu minnist ég þess þegar við fórum í sund í skotlandi ca 1998 & ég sé hvítan spotta rasskinninni hennar & toga í hann því hann átti auðvitað ekki að vera þarna. en jú. hann átti bara víst að vera nákvæmlega þarna. og þá er erfiðara að pirra sig
— karó (@karoxxxx) April 11, 2018
Tengi
Krakkinn sem er alls ekki að reyna að fá mömmu sína til að kaupa eitthvað. pic.twitter.com/cHEUdMkw0r
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) April 11, 2018
Endum þetta á einum Bubba
Að vera fær um að elska sjálfan sig án skilyrða með öllum göllum og kostum er sönn ást❤️
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) April 12, 2018