Foreldrahlutverkið er ekki auðvelt. Það vita þau sem hafa tekið hlutverkið að sér. Það tengja ekki allir við tístin hér fyrir neðan en einhverjir gera það. Þau sýna okkur að eins yndisleg og blessuð börnin eru þá geta þau líka látið hafa aðeins fyrir sér. Svo vægt sé til orða tekið.
Gjörið svo vel.
1.
Ég hef hvorki lesið dagblöð né skoðað fréttamiðla síðan 4 vikna sonur minn kom í heiminn. Ha? Jú mér líður bara mjög vel #ignoranceisbliss
— Fríða Dís (@fridadisgud) July 5, 2017
2.
Fjögurra ára dóttir mín heldur að stelpan í Áttunni sem syngur Neinei sé mamma JóaPé og Króla. Ég er beisikklí 230 ára í þessari jöfnu.
— Andri Ólafsson (@andriolafsson) September 14, 2017
3.
4 mánaða dóttir mín er farin að skellihlæja að prumpi annarra. Frekari smáatriði fylgja ekki þessari sögu. #mömmutwitter
— Dr. Elín (@ruxpin) September 16, 2017
4.
Sonur, 3 ára: Mamma, ég pissaði í skóinn minn.
Ég: Já, það er nú skammgóður vermir félagi.— Þórhildur Ólafsd (@thorhildurolafs) August 9, 2017
5.
Reyna að halda kúlinu þegar 9 ára sonur minn hringir og segist vera að elda pasta. pic.twitter.com/sthBXUpHZC
— Eva Ólafsdóttir (@soraveevaros) September 18, 2017
6.
Sonur minn narrate-ar allt líf sitt svo það er aldrei þögn nema rétt á meðan hann sefur. Get ekki beðið eftir að komast í vinnu á mán.
— Katrín Atladóttir (@katrinat) August 11, 2017
7.
6 ára vinur sonar míns sló Gústaf Níelson í andlitið með sundskýlu áðan. Af hv. gat það ekki verið sonur minn sem gerði þetta? #pabbatwitter
— Þórður Friðbjarnar (@thordurfr) August 17, 2017
8.
Ég neyðist til þess að borða mikið magn af kindereggjum til þess að dóttir mín geti fengið alls konar ömurlegt drasl. Ég er góð mamma.
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) August 26, 2017
9.
Dóttir mín vaknaði 5:30 og er enþá vakandi.. How's your day going?
— Katrin Mist (@KatrinMist) September 6, 2017
10.
Sonur minn var með vin sinn í heimsókn.
"Reynir, voru til bílar þegar þú varst lítill?"
Sonur minn er núna einn að leika sér.
— Reynir Jónsson (@ReynirJod) August 25, 2017
11.
Dóttir mín heldur að það séu til fyndnari pabbar en ég. Ég er beyond móðgaður.
— Sveinn Birkir (@sveinnbirkir) August 26, 2017
12.
Sonur minn er tveggja ára í dag. Ég hef aldrei verið góður að binda hnút á blöðrur #rauntal
— Spýtukubbur (@svartbakinsky) August 6, 2017
13.
7 ára sonur minn sagðist ætla að senda mömmu sinni typpamynd þegar hann eignast snjallsíma. Þetta er ekki í lagi. Hættið. #foreldratwitter
— Magnús Michelsen (@maggidan) August 31, 2017
14.
Dóttir mín er svo kvefuð, það er eins og ég sé með pug hund uppí rúmi.
— gudny thorarensen (@gudnylt) August 31, 2017
15.
Versta næturdrottningin frà upphafi? Dóttir mín. Kannski ætti maður að slaka aðeins á í þessu "þú getur allt sem þú einsetur þér" uppeldi.
— Æsa Bjarnadóttir (@aesabjarnad) September 3, 2017
16.
Sonur minn ekki ánægður með að þurfa að taka til í herberginu sínu #pabbatwitter #tilaðverðafeitur pic.twitter.com/zdVqgnYxdC
— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) September 19, 2017