Þá er Twitter pakki vikunnar hér á Nútímanum klár og það var úr nógu að taka úr vikunni sem var að líða. WOW Air fór á hausinn, Klaustursmálið komst aftur í sviðsljósið og fréttamaður SkySports hélt að Björgólfur Thor væri Guy Ritchie.
Björgólfur Thor er í svo geggjuðum vinahóp að þegar hann er að hanga með David Beckham halda fréttamenn að hann sé Guy Ritchie pic.twitter.com/bf202NGWVs
— Atli Fannar (@atlifannar) March 31, 2019
Nýjasta óléttukreivið: frönsk pylsa á Pylsuvagninum í Laugardalnum.
Eðlilega fékk ég mér því tvær í dag. En það var ekki nóg svo núna kl. 22:28, tveimur mínútum fyrir lokun, mætti ég aftur því mig langaði í aðra.
Sama stelpan afgreiddi mig. Ákveðinn lágpukur.
— Ingileif Fridriks (@ingileiff) March 30, 2019
*hringi í mág minn*
ég: hæ
hann: hæ
é: eruði komin?
h: við sitjum hér í skerjafirðinum og hlustum á sigga hlö
é: ha?
h: já erum að vona að sólin láti sjá sig erum að renna í pottinn
é: mmm ok(?)
h: hver er þetta með leyfi?ég hringdi ss í skakkt nr. og HVER BYRJAR SAMTAL SVONA?
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) March 30, 2019
Ok. Gefum okkur að Bára hafi verið með CIA style upptökugræjur á Klaustri. Hvernig vissi hún þá að þessir Nóbelsverðlaunahafar væru að fara að æla útúr sér tveimur tímum af ógeði (og dýrahljóðum) akkúrat á þessum stað/tíma?
— Magnús H. Magnússon (@Maggi_Magg) March 31, 2019
Búin að búa hér í 5 ár, tala bara mjög fína dönsku. Lendi enn í afgreiðslufólki sem 'skilur mig ekki' þegar það heyrir að ég er ekki innfædd. Mín strategía: skipta beint yfir í JónsGnarrs dönsku, tala sjúklega hátt og hægt, geri fólk mjög vandræðalegt. Þá skilur það alltíeinu!
— Kristín Helga (@KSchioth) March 30, 2019
Mömmu hefur ekki fundist eitt NEI vera nóg. pic.twitter.com/MqNJ2DXLhr
— Albert Ingason. (@Snjalli) March 31, 2019
þannig að hann er ekki plebbi, var aldrei fullur og sagði aldrei neitt ljótt um neinn, heldur er hann saklaust fórnarlamb harðsvíraðs og samviskulauss öryrkja sem fabríkeraði öll þessi ósannindi um hann og aðra heiðvirða borgara pic.twitter.com/vWiaqRZpl2
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 30, 2019
Bergþór Ólason er algjör sérfræðingur í því að minna okkur reglulega á að hann hafi blindfullur mátað typpið á sér við skrokk annars þingmanns, svona rétt þegar við vorum byrjuð að gleyma því. Það er næstum eins og hann hafi pervertískan áhuga á því að láta okkur hugsa um þetta.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) March 30, 2019
Þingmaður fær upptöku á konu sem tók hann og félaga hans upp drukkna að plotta og mannfyrirlíta. Hann dregur ályktanir um að upptakan sýni brotavilja og dylgjar í kjölfarið um að þetta hafi getað verið samsæri fjölmiðils og Báru. Mogginn birtir þetta á forsíðu sem frétt. pic.twitter.com/Ar0Yc85WUQ
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) March 30, 2019
Ég veit að þið voruð að bíða eftir þessu.
Bradley Cooper leikur Skúla Mogesen Mogensen í myndinni.
Okei bæ! pic.twitter.com/R9NlbQP40w
— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) March 29, 2019
ég hef ekki skemmt mér svona í margar vikur þetta https://t.co/R5auWuaRPz er snilld pic.twitter.com/uT0rIi53og
— Sigurður Bjartmar (@sbjartmar) March 29, 2019
ég hef fengið nokkrum sinnum skilaboð frá strákum á tinder um það "hvernig ég hafi eiginlega reddað mér vinnu á rúv?" og svo verða þeir hissa þegar ég svara að ég hafi bara sótt um og verið hæfasti umsækjandinn? hvað annað átti ég að hafa gert? virka vinnur ekki svona?
— karitas m. b. (@kaerleikurinn) March 29, 2019
Gleður mig að tilkynna að ég er að fara að gefa út minn eigin sykurlausa orkudrykk. Drykkurinn mun innihalda 250 mg af koffíni og banvænt eitur sem mun bana öllum þeim sem innbyrða það. Hlakka svo til!
— litli joey (@JHNNKRSTFR) March 28, 2019
Réttur minn á atvinnuleysisbótum er 0 því ég er í 100% námi
Réttur minn að fá námslán er 0 því ég er búin að vera í 100% vinnu seinust ár
Ef einhver er að gefa flösku þá bara hit me up
— Birgitta Björg (@birgittab93) March 28, 2019
hinsta flug Wow var frá Keflavík til Detroit. Ljóðrænn endir á ljóðrænu ferðalagi. Gæsahúð!
— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) March 28, 2019
Ef ég væri Skúli væri minn síðasta von að @Auddib væri rétt handan við hornið með einn flóknasta hrekk Íslandssögunnar
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) March 28, 2019