Þá er komið að hinni vikulegu Twitter samantekt Nútímans. Íslendingar á Twitter voru einstaklega fyndnir og sniðugir í vikunni og því er úr nógu að taka.
hahahahahahahahahaha úfffff þetta er verra en að togna aftan í læri pic.twitter.com/vYN5Kpd4Cb
— Björgvin Stefánsson (@badgalbjoggi) February 1, 2019
Einu sinni var það botninn á tilverunni að vera fullur á Hlemmi. Núna er það hápunktur borgaralegs lífs.
— Dr Arngrímur Vídalín (@arnvidalin) February 1, 2019
samstarfsfélagar mínir voru allir að stinga sig með einhverjum ketómæli með sömu nálinni. sinnir frú ragnheiður svona tilfellum?
— Berglind Festival (@ergblind) January 30, 2019
Kærastan mín: má ég spyrja þig út í þennan varalit?
Ég: það er alls ekki gaman að spyrja mig.
Hún: æji come on… …er hann flottur? Á ég að kaupa hann?
Ég: mér finnst að enginn eigi að vera með varalit.
Hún: vá hvað það er leiðinlegt að spyrja þig.
— Árni Vil (@Cottontopp) February 2, 2019
Lifehack: elda lasagna, frysta lasagna, þurfa aldrei að borða neitt annað en lasagna afþví lasagna er fullkomið og þig mun aldrei langa í neitt annað en lasagna þó þú sért búin að borða það fjóra daga í röð lasagna
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) January 31, 2019
John Cusack er glettilega líkur söngvaranum í Hatara. pic.twitter.com/pTiTXptfzR
— Ari Eldjárn (@arieldjarn) February 2, 2019
Hvað í heiminum samræmist einna minnst mínum smekk og gildum?
Svar: Gender reveal skinkupizzur. pic.twitter.com/yTUXQIpq8F— Nína Richter (@Kisumamma) February 1, 2019
Þessi grýlukerti eru komin út í öfgar pic.twitter.com/trlnbqcN2i
— gunnare (@gunnare) February 2, 2019
Er búinn að vera mjög hugsi yfir samfélaginu okkar núna síðustu daga pic.twitter.com/mWIVCMO7Fv
— Guðmundur (@GummiFel) February 1, 2019
Kæró fer í fimm vikna golftúr í nótt. Við buðum foreldrum okkar í mat. Föttuðum svo kannski að þau héldu að við ætluðum að tilkynna eitthvað (sem þau vissulega héldu ?) Það var ekki tilfellið – en við sýndum þeim kaktusinn okkar, Sebastian Kormák, og allir fóru glaðir heim.
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) January 30, 2019
Einu sinni gat ég staðið uppi á sviði á Prikinu og tekið B.O.B.A. 8x sinnum í röð og allir öskruðu með. Ef ég myndi dirfast til að gera það í dag væri ég ábyggilega laminn í klessu(síðan myndi sá hin sami æla á mig)
— Króli? (@Kiddioli) January 30, 2019
Hverjar eru líkurnar? Eineggja tvíburar, sem ég þekki ekki, senda mér vinabeiðni með tveggja daga millibili! pic.twitter.com/O80OFFAx39
— Logi Bergmann (@logibergmann) February 1, 2019
Sólrún Diego er hætt á Snapchat sem þýðir að við munum öll fá pissulykt í sófana okkar, tyggjóklessur í ullarsokkana og börnin verða áfram með lús.
— Steindi jR (@SteindiJR) January 31, 2019
Ég varð vitni að ráni í dag í ónefndri raftækjaverslun, með eltingarleik og öllu. Hafði einhvernveginn ímyndað mér að það væri meira fútt í svona ránum en þetta var 100% eins og Klovn sena.
— Hildur (@hihildur) January 31, 2019
Gerði þau hræðilegu mistök að segja við mömmu að kærustunni minni finndist gulur vera alveg fallegur litur.
Núna sendir hún mér myndir af öllu gulu sem hún finnur og vill kaupa það handa henni. pic.twitter.com/xgCkC1FF2S
— Guðný Ljósbrá (@gudnyljosbra) January 31, 2019
Það hefur ekki komið nógu skýrt fram að pálmahólkarnir verða knúnir hita úr kommentakerfum.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 30, 2019