Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum notanda Twitter að umræðan þar síðustu daga hefur einkennst af pólitísku blaðri. Því er vonandi að ljúka.
Eftir ítarlega rannsókn fann Nútíminn 16 fyndin og skemmtileg tíst sem innihéldu ekki pólitískt blaður né skítkast. Gjörið þið svo vel.
Eigum við ekki bara öll að fara?
Af hverju flytur ungt fólk úr landi? Jú því Mangó Tangó kostar 2000 krónur , 17 fermetra kjallaraíbúð í Árneshreppi kostar 40 milljónir og ég þarf að vera í ullarsokkum í maí
— Hrafnhildur Agnarsdóttir (@Hreffie) May 25, 2018
Vúps!
ég sá broðir minn keyra á bílnum hans pabba og ég elti hann í svona góðar 15 min til að segja hæ en svo mundi ég að ég sjalf var á bílnum hans pabba þannig þetta var ekki broðir minn eftir allt saman
— María Guðjohnsen (@Mariatweetar) May 25, 2018
HAHA!
“Ég vill hafa gin og tonicið mitt sterkt, án tonics” pic.twitter.com/BNZGzTmPIn
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) May 24, 2018
Ég: *held á fyrsta barninu mínu*
Barn: “waa… we…”
Ég: “guð minn góður hún er að fara að segja fyrstu orðin sín”
Barn: “we’ve updated our Privacy Policy”— Jóla Helgi (@HelgiJohnson) May 25, 2018
Og við skiptum yfir í gíslatökuna á Ísafirði:
„Já, sko, gíslarnir eru heilir á húfi en það gæti breyst ef þið verðið ekki við kröfum okkar. Við viljum fá tíu pepsi max, slatta af doritos og best of 70 mínútur 1 og 2 á dvd.“ pic.twitter.com/K4q9lXSga8— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) May 27, 2018
Við líka…
Mikið hefði ég reynt við Eggert Þorleifsson ef við værum af sömu kynslóð ❤️
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) May 25, 2018
????
Seðlabankinn hræðir líftóruna úr leikskólabörnum. pic.twitter.com/vmhzJ61AJB
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) May 17, 2018
Sjálfstætt fólk hefur sjaldan fengið jafnslæma umsögn pic.twitter.com/xWdEkCnYKc
— AGG (@arnorgg) May 24, 2018
Sjálfsævisagan mín var að detta í búðir pic.twitter.com/GmsvpjXtRO
— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) May 24, 2018
Ég í sundi pic.twitter.com/Jmv4kfd2YX
— Guðmundur (@GummiFel) May 25, 2018
????
"Hann skilur íslensku en finnst þægilegra að tala ensku" – Veit aldrei hvort það er verið að tala um einhvern nýfluttan til Íslands eða ungling.
— gunnare (@gunnare) May 23, 2018
Þessi „Bleytum borgina“ herferð er gersamlega farin úr böndunum.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) May 22, 2018
Sérfræðingur: það er vísindalega sannað að flest slys innan heimilisins gerast i eldhúsinu
Ég: hahahah greinilega aldrei komið i svefnherbergið mitt hahah segi svona— Berglind Festival (@ergblind) May 24, 2018
HEHE góður!
Bíddu afhverju er enginn flokkur að tala um að laga veðrið hahahahahaahah ég kys hann sko!!! Nei segi svona!!!
— Hjálmar Örn Jóhannsson (@hjammi) May 25, 2018
gnarr geymdi 20 g af grasi ì úlpuvasa í tvær vikur vel gert ég geymdi 40 grömm af kóki í leðurjakka à stólbaki hjá tollurum gömlu flugstöðinni Kef 2 tíma drakk kaffi með þeim og labbaði með coka ùt Sævar vinur hélt þà væri búið að Bösta mig hann náði í mig à skrifstofu þeirra
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) May 23, 2018
Sá hóp af karlmönnum reykja sígarettur og drekka Slots á bílastæðinu í Kringlunni. Voða rómó svona urban pikknikk. Aldrei geri ég neitt svona töff
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) May 25, 2018