Auglýsing

1,6% íbúa Ásahrepps keppa í Útsvari

Ásahreppur verður með í Útsvari í Ríkissjónvarpinu í vetur. Hreppurinn er sá fámennasti sem keppt hefur í spurningaþættinum til þessa. Þetta kemur fram á vef Bændablaðsins.

Aðeins 193 bjuggu í Ásahreppi um síðustu áramót. Í Útsvarsliði eru þrír keppendur og það er því ljóst að um 1,6% íbúa hreppsins verða í liðinu. Það jafngildir því að Reykjavík myndi senda 1.944 keppendur til leiks en ef Kópavogur fengi að senda 1,6% íbúa myndu 517 manns keppa fyrir bæinn í Útsvari.

Björgvin G. Sigurðsson, sveitarstjóri Ásahrepps, var eldhress í samtali við Bændablaðið:

Við erum að vinna í því að manna liðið. Okkur líst vel á þetta, þátturinn er skemmtilegur og góð og skemmtileg kynning fyrir hreppinn. Það er ekki útilokað að við blásum til einhverrar skemmtunar í kringum keppnina.

Ásahreppur er hreppur vestast í Rangárvallasýslu. Hann varð til 11. júlí 1892 þegar Holtamannahreppi var skipt í tvennt, í Holtahrepp hið efra og Ásahrepp hið neðra. Ásahreppi sjálfum var skipt í tvennt 1. janúar 1938 og varð neðri hlutinn að Djúpárhreppi en sá efri hélt nafninu óbreyttu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing