Á sunnudögum tökum við saman allt það skemmtilegasta frá íslenska twitter samfélaginu. Eins og vanalega voru Íslendingar stórskemmtilegir á forritinu í vikunni og þú ættir því að geta skemmt þér ágætlega yfir tístunum hér að neðan.
Eru ekki fleiri perrar að stíga fram á alþingi? Ég hélt að þetta væri jóladagatal.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) December 16, 2018
samkynhneigt fólk talar um að vera með svokallaðan "gay-dar". fólk sem vinnur við þjónustustörf er hins vegar með "ég veit nákvæmlega hvort tiltekinn viðskiptavinur hafi sjálfur unnið við þjónustustarf út frá framkomu hans-dar"
— karó (@karoxxxx) December 13, 2018
Heitt kakó og vöfflur fyrir 4 takk.
„Já, það gerir 7100kr“
Ah… fyrirtak— gunnare (@gunnare) December 15, 2018
Sessunautur minn í næturflugi frá Tblisi til München var öldruð, blind georgísk kona, ein á ferð. Ég svaf ekkert því ítrekað greip hún í handlegginn á mér, starði á mig svörtum, blindum augum og hélt óskiljanlega einræðu á georgísku. Kalt mat: Verra en grenjandi barn.
— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) December 15, 2018
Tinder á Íslandi: Hæ sæta – til í RBB?
Tinder í San Francisco: Hæ sæta, hvernig litist þér á að koma með mér á jólafögnuð stærsta endurskoðunarfyrirtækis heims í nútímalistasafni San Francisco?
— Alma Dóra (@rikardsdottir) December 15, 2018
Ó ert þú að fara að djamma?:) æ bara fyndið af því að ég ætla nefnilega að vera að heima að skrifa BSc ritgerðina mína. er ekkert að dæma finnst bara fyndið hvað ég er með mikinn metnað en aðrir ekki jafn mikinn:) en svona er fólk mismunandi. sumir eru kannski bara verri en aðrir
— Siffi (@SiffiG) December 14, 2018
Halló mæli ekki með að eiga dóttur í uppeldisfræði í HÍ sem er að yfirfara allt uppeldið á sér í gegnum námsefnið ég kem víst ekki vel út?
— Helga Lilja (@Hellil) December 14, 2018
Undirheimarnir mættu svara #löggutíst með #bófatíst
Væri mjög gaman að heyra þeirra hlið líka.
— $v1 (@SveinnKjarval) December 14, 2018
Ég myndi persónulega skila þessari græju og fá einhverja sem virkar pic.twitter.com/qQF8IzSakI
— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) December 14, 2018
Siri, skilgreindu „að kunna ekki að skammast sín“ pic.twitter.com/kHIIrTDxpO
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) December 13, 2018
Íslenskir túristagrammarar elska að standa ofan á hvítum Land roverum. pic.twitter.com/rF67LDpv6v
— Anna Fríða Gísladóttir (@AnnaFridaGisla) December 12, 2018
Einhver tapaði baráttunni við sjálfan sig hjá goshillunni í Krónunni í dag. pic.twitter.com/V7Cy1Ac1BW
— ᴊóʜᴀɴɴᴇs ᴛʀʏɢɢᴠᴀsᴏɴ (@josi_josi_josi) December 10, 2018
Syni mínum finnst rosalega gaman að rífa foreldrana upp á lappir fyrir klukkan 5 á morgnana. Sjáum til hvað honum finnst um það eftir 17 ár þegar við byrjum alla þynnkuhelgar hjá honum á að ryksuga klukkan hálf sjö á morgnana fyrir utan herbergið hans.
— Binni Rögnvalds (@BinniRognvalds) December 10, 2018
fólk sem æpir hérna að sörur séu verstu smákökurnar, hefur það smakkað loftkökur?
— Heiður Anna (@heiduranna) December 16, 2018
Hvaða RUGL er það að þurfa kjósa á milli Báru, Freyju Haralds og Stefáns Karls í mann ársins 2018, HEFUR ÞJÓÐIN EKKI ÞURFT AÐ ÞOLA NÓG ÞETTA ÁRIÐ
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) December 16, 2018
Ég skil ekki af hverju fólk myrðir ekki hvort annað oftar í Kringlunni
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 16, 2018