Þá er komið að hinni vikulegu Twitter samantekt Nútímans. Íslendingar á Twitter voru einstaklega fyndnir og sniðugir í vikunni og því er af nógu að taka.
Falleg gjöf
Er á leiðinni í afmæli hja 2 dömum sem ég hef aldrei séð á ævi minni.
Þetta eru semsagt vinkonur kærustu vinar míns og ég að rottast með.
En gjafirnar eru klárar. pic.twitter.com/MniLTa5vRN
— Albert Ingason. (@Snjalli) November 10, 2018
Ást í Bónus
Hann: Jæja elskan þá erum við mætt í bónus og ef við elskum hvort annað þá leiðumst við hönd í hönd
Hún: já auðvitað! ég elska þig svo mikið & omg sérðu hvað ég sé hér í frystinum ástin mín, poki af sænskum kjötbollum!
Hann: Þú ert best,elska þig! Taktu pokann og kysstu mig ❤ pic.twitter.com/rmMIEOG2Dy
— Albert Ingason. (@Snjalli) November 7, 2018
Hræðileg blanda
Ég kemst ekki… pic.twitter.com/lqocRxiEzF
— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) November 10, 2018
Gauti bauð Ingó Veðurguð í hammara
Ingó í Veðurguðunum er hér með boðið að klippa á borðann og taka fyrsta bitann þegar við opnum Hagavagninn næsta föstudag. pic.twitter.com/so73ZylFUn
— Emmsjé (@emmsjegauti) November 5, 2018
Það getur allt gerst á Akureyri
Ok, ég vissi eitthvað drungalegt væri að fara gerast í Sundlaug Akureyrar en að ég myndi sjá roskinn mann þurrka á sér rassinn með hárþurrku var ég ekki tilbúinn fyrir pic.twitter.com/28TpU1axEs
— gunnare (@gunnare) November 10, 2018
Frábær punktur
https://twitter.com/alfheidurmarta/status/1061089871975145474
Burn….
Unglingsstelpa að rífast við foreldra sína í strætó. Foreldrarnir greinilega ósátt við eitthvað sem hún hefur gert eða ekki gert.
Hún, pirruð en yfirveguð: “Ég er nú bara svo illa upp alin, að ég hef hvorki metnað eða áhuga fyrir að gera þetta öðruvísi”Áts.
— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) November 9, 2018
Hver skilur þær ekki?
Er oft að hugsa hvað ég skil "ástandskonurnar" vel.. halló bara búnar að þurfa að sætta sig við einhverja leppalúði beint úr moldarkofanum og svo koma einhverjir ægilegir hot stuff gæjar in uniform ?
— Björgheiður (@BjorgheidurM) November 9, 2018
Geggjað innslag!
Trailer fyrir 6 mínútna innslagið mitt í kvöld. Það verður að gera trailer! Fyrir allt!! Alltaf!!! Annars er það ekki talið með!!!! #vikan pic.twitter.com/MlTm2CodCi
— Berglind Festival (@ergblind) November 9, 2018
Sick
Í auglýsingu fyrir miðnætursprengju Kringlunar kemur fyrir hin mjög óljósa, en ógnvekjandi hótun; „Trúður verður á ferðinni.“
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 8, 2018
Úfff…
Að verða rafmagnslaus í miðri Aktu-Taktu röð er lágpunktur lífs míns ? pic.twitter.com/PwRfrWfZn3
— María Rut (@mariarutkr) November 8, 2018
HAHA
Það bað gæi mig einusinni um að spotta sig þegar hann reyndi við 250kg í bekknum. Það er eins og ég myndi biðja 4 mánaða son minn um að taka mig á hestbaki upp Hvannadalshnjúk.
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) November 8, 2018
Atli Fannar fékk gubb í fésið
Fæðingin var eitt. Svo kom þetta allt saman: Fyrsta brosið, fyrsta hláturskastið, fyrstu skrefin. Allt ótrúlegt og ógleymanlegt. En nú er búið að æla yfir mig allan og ég er því loksins orðinn pabbi.
— Atli Fannar (@atlifannar) November 7, 2018
Lífið maður…
"Blessaður hvernig er kallinn?"
"Ég er bara… pic.twitter.com/D9wjg5jeqt
— $v1 (@SveinnKjarval) November 7, 2018
Steindi…Geggjaður
Þar sem flugfreyjur og flugþjónar pósta selfí af sér fyrir hvert flug hef ég ákveðið að pósta mynd af mér eftir hvern staf sem ég skrifa í vinnunni. E pic.twitter.com/UtjSOhX1lW
— Steindi jR (@SteindiJR) November 7, 2018
Jón og Klaki buðu góða nótt
við Klaki bjóðum góða nótt pic.twitter.com/TtvlumSHRP
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 6, 2018
Hata þig
Þessi drykkur er að biðja um að láta hata sig pic.twitter.com/3WjSAaCo0W
— Hildur (@hihildur) November 7, 2018