Þá er enn ein vikan að baki en hún var viðburðarrík fyrir Íslendinga þar sem HM draumnum lauk, veðrið lék við (suma) landsmenn og David Beckham heiðraði okkur með nærveru sinni. Hér er fyndnustu tíst vikunnar sem tengjast þessu ekki neitt, eða kannski smá.
Byrjum á smá HM
Leikmenn íslenska landsliðsins raðað niður eftir frammistöðu sinni á mótinu:
18. ef
17. ég
16. á
15. að
14. vera
13. hreinskilin
12. Þá
11. er
10. eiginlega
9. ómögulegt
8. að
7. gera
6. upp
5. á
4. milli
3. strákana
2. okkar
1. Emil Hallfreðsson— Una Hildardóttir (@unaballuna) June 26, 2018
þegar íslenska karlalandsliðið dettur úr leik á HM pic.twitter.com/liiBiLhrUi
— Berglind Festival (@ergblind) June 27, 2018
Smá grín og glens hjá landsliðinu
*Rússneskur flugvöllur*
Heimir Hallgríms: Góðan daginn, tjékka inn 23 pjakka í flugið til Íslands
Starfsm: Ertu með vegabréfin?
HH: Aron, koddu með passana
Aron: En ég skildi þá eftir
HH: What?!
Aron: Já, þú sagðir okkur að skilja allt eftir á vellinum
HH: Aron …
[dósahlátur]— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2018
Hahahahahahahaha
5 ára synir mínir að rífast:
F: Þú ert bara ljótur!
M: Nei, þú ert ljótur!!
F: Hættu að segja að ég sé ljótur, þú ert ljótur!!
Þessir vitleysingar eru eineggja tvíburar.#pabbatwitter— Egill (@Agila84) June 27, 2018
Margir að lenda í þessu
Ég veit ekki með vini ykkar, en vinir mínir á Facebook eru sífellt að finna falda hluti á myndum sem aðeins 2% af heimsbyggðinni geta komið auga á. Það tekur svolítið á að eiga svona marga vel gefna vini, ég viðurkenni það alveg, en ég er auðvitað aðallega stolt af þeim.
— Sunna Ben (@SunnaBen) June 28, 2018
Sjáumst síðar
Frúin sagði að það væri ekki pláss fyrir golfsettið í ferðalaginu!!!! Sáumst á sunnudaginn ástin!!! pic.twitter.com/Hr4FhZ3bWR
— Jón Norðdal (@JnNordal) June 28, 2018
PARKI DALVEGI
https://twitter.com/Kiddimagg/status/1012293567446953984
Er laus staða á Veðurstofunni?
Íslenskt ár:
Janúar – Febrúar – Mars – Apríl – Maí – Október – Október – Október – Október – Október – Nóvember – Desember
— Þóra Sif Guðmunds ? (@thorasifg) June 28, 2018
Andskotinn hafi það, Geirþrúður!
“Þú ert alltaf í símanum” er leiðinlegasta comment í heimi, ég bara nenni ekki að tala við þig Geirþrúður við erum í röðinni hjá sýslumanninum
— Siffi (@SiffiG) June 28, 2018
Mjög erfitt að gera svona margt í einu
Getum við Íslendingar hætt að fara á rúntinn og túlkað það sem deit? Alveg erfitt dæmi að flirta, skipta um sex gíra og reyna passa uppá líf annara á sama tíma. Svo kemur maður heim kossalaus og bensínlaus.
— Salka Rán (@SalkaRn) June 28, 2018
Æjjj
hún: ég vil skilnað
ég: er það útaf pétur jóhann eftirhermunum mínum?
hún: já jökull
ég: já sæll
hún: plís ekki
ég: *með kökk í hálsinum* eigum við eitthvað að ræða það eða?— Jökull Logi ? (@jokulllogi) June 29, 2018
Þetta er borðliggjandi!
Bróðir minn heitir Jón og á von á barni. Ég ætla láta reka hann úr fjölskyldunni ef hann nefnir ekki barnið sitt Indíana ?
— Auður Gróa Valdimars (@audurgroa) June 29, 2018
Ísfirðingar eru bestir
Ég, bugaður leiðsögumaður á plani gekk inn í fiskbúð á Ísa í veikri von um að þar væri hægt að kaupa kaffi. Viðbrögðin fram úr mínum björtustu vonum: HEYRÐU ÞAÐ ER NÝBÚIÐ AÐ HELLA UPPÁ VILTU GJÖRASVOVEL OG KOMA HÉRNA BAKVIÐ FÁ ÞÉR KAFFI OG LÁTA FARA VEL UM ÞIG!
Viðmót: 10/10— Sigtún Karls (@Sigrunkarls) June 29, 2018
Gaman þegar svona pælingar ganga upp
Góð pæling sem gekk upp pic.twitter.com/l0HSSubymP
— arnar (@arnarfreir) June 30, 2018
Ísland 123425435566879879 – Landsmenn 0
Í marga daga er búið að spá sögulegu bongó fyrir austan í næstu viku. Erum komin með tjald, bíl, kælibox, kubb, stuttbuxur og búin að smella Bylgjulímmiða í gluggann og á einni nóttu breyttist spáin í 14 gráður, skýjað og skúrir á köflum.
Það er ekki hægt að sigra á þessu landi.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) June 30, 2018
Við þurfum svör Gylfi!
ég er búinn að horfa á insta story hjá Gylfa Sig á repeat í svona hálftíma og SKIL?EKKI?HVERNIG?ÞESSI?HURÐ?OPNAST? pic.twitter.com/bmcEOqn79X
— Olé! (@olitje) June 30, 2018
Gleðilegan sunnudag
https://twitter.com/TinnaOlafs/status/1013373810366648320