Annasöm vika að baki og allt að gerast eins og venjulega. Á Twitter var fólk í gírnum alla vikuna og Nútíminn tók saman brot af því besta, skemmtilegasta og vinsælasta. Athugið að sumt var gott, skemmtilegt og vinsælt — annað bara eitt af þessu. Dæmi hver fyrir sig.
Í vikunni stigu hundruð stjórnmálakvenna fram og sögðu frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni í stjórnmálum.
Hvað ætli það séu núna margir pínulitlir karlar að skíta í brækurnar yfir því að vera opinberaðir í þessari #MeToo byltingu ?
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) November 25, 2017
Munið þið þegar Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra eftir 31 ár á þingi og 9 ár sem ráðherra og karlmenn í umræðunni reyndu að gera lítið úr henni með því að benda á að hún hafði einu sinni verið flugfreyja?
— Óskar Steinn ?️???? (@oskasteinn) November 24, 2017
Fyrir utan verslunina Húrra á Hverfisgötu myndaðist röð af fólki sem vildi kaupa strigaskó hannaða af Kanye West
Það eru unglingar í röð fyrir utan búð á Hverfisgötu að bíða eftir strigaskóm. Það er núll á Kelvin úti. RIP.
— Berglind Festival (@ergblind) November 24, 2017
Er ekki annars enn þá bannað að selja áfengi í verslunum á Íslandi?
Það má ekki selja vín í búðum, nema búðin sé inni á veitingastað á landsbyggðinni pic.twitter.com/TZnkk8ygB7
— Katrín Atladóttir (@katrinat) November 24, 2017
????????????
jæja er komin til flateyjar eftir langt ferðalag. Hvar er þessi pizza? 🙂
— melkorka (@melkorka7fn) November 25, 2017
En hvenær???
Einhvern tímann krakkar þá mun brauðbíllinn keyra um hverfið, eins og mjólkurbíllinn gerði forðum dag, og skilja eftir ylvolg súrdeigsbrauð fyrir utan hjá okkur á laugardagsmorgnum.
— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) November 25, 2017
????
í dag er einnig góður dagur til að þakka Phil Collins fyrir að hafa fokkin farið alla leið með Tarzan soundtrackið, hann þurfti ekkert að gera það en hann gerði það samt
— karó (@karoxxxx) November 24, 2017
Áfram D-vítamín!
greindist með D-vítamínskort fyrir sirka 2 vikum og hef tekið það daglega síðan
er núna að þrífa eldhúsinnréttinguna að innan
— e̟̱̤̜̘l̝̹̜i̪͎ͅs̺̳͓̯̥a̵̰͉̮͈b̝e҉͖͍̤̲̳t̛̫̝ (@jtebasile) November 25, 2017
Næstu tvö tíst tengjast ekki
Ég er núna búinn með 2/3 af sálfræði Bscinum mínum, langar að drekka 7 lítra af epla flirt vodka og greina alla á B5 með persónuleikaraskanir
— Siffi (@SiffiG) November 24, 2017
Fyrr var oft í koti kátt
krakkar éta Xanax— Björn Leó (@Bjornleo) November 24, 2017
????
Hvað er málið með 100 metra hlaup og 200 metra hlaup? Ég veit ekki um nokkurn mann sem gæti borðað svona mikið hlaup
— Auður Gróa Valdimars (@audurgroa) November 24, 2017
Ég legg til að yfirlætisfullt uppnefni yfir þá sem eru alltaf með hausinn í símanum eða í spjaldtölvum verði héðan í frá skjáni.
Dæmi: Ohh, þú ert svo mikill skjáni.
Æji, bara pæling.
— Valdimar Guðmundsson (@ValdiMumma) November 24, 2017
https://twitter.com/gramedlan/status/934136058886926337
Árið er 2078.
Bílar aka sér sjálfir.
Fyrsta vélmennið fær kennitölu.
Það er enn ekki hægt að setja mynd inn í Microsoft Word án þess að fokking rústa allri ritgerðinni.— Jökull Baldursson (@jokullbald) November 24, 2017
Heimilislíf mitt:
„Díses hvað það er fokking kalt hérna, lokaðu þessum gluggum.“
„Almáttugur hvað það er þungt loft hérna, lækkaðu í ofnunum.“
Repeat að eilífu.
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) November 24, 2017
Gleðileg jól!
Með því að halda upp á aðfangadag í stað jóladags fögnum við ekki fæðingu frelsara heldur deginum sem óléttri konu var meinað um gistingu á grundvelli uppruna síns. Týpískir íslendingar.
— Bragi Páll (@BragiPall) November 23, 2017
Mamma hringdi í mig í Black Friday tryllingi.
? „viltu Kitchenaid í jólagjöf?"— „vó. júú.. En er það ekki meira brúðkaupsgjöf?"
?„það er ekkert öruggt í þeim efnum"
❤️Gleðileg jól allir ❤️
— Anna Fríða Gísladóttir (@AnnaFridaGisla) November 24, 2017