Það er komið að hinni vikulegu Twitter samantekt en Íslendingar voru einstaklega fyndnir og sniðugir í vikunni.
Ég veit ekki með ykkur, en ég held að líf mitt hafi bara akkúrat ekkert versnað þó einhver bóndi fyrir austan sé búinn að heita Sigríður í nokkra daga.
— Elli Pálma (@ellipalma) July 14, 2019
My top intrusive thoughts
– halda á ungu barni og hugsa ,,ok hvað EF ég kasta því bara óvart?”
– að keyra og hugsa ,,hvað ef ég óvart bara keyri á staur?”
– að vera á bryggju og hugsa ,,lol hvað EF ég myndi bara kasta símanum út í?”— melkorka (@melkorka7fn) July 14, 2019
– Kennitala?
– Já, það er eittþúsundþrjúhundruðogfimmtíumilljónir áttahundruðsjötíuogtvöþúsundníuhundruðognítján.
— Hrafnkell Sigurðsson (@hrafnkellsig) July 14, 2019
Hey kids! Munið næst þegar þið fáið sveppasýkingu að sveppurinn á alveg jafn mikið skilið að lifa og þú ?❤️ Það er mjög niðrandi að tala illa um sveppinn og svo ég kalla þetta alltaf bara “kynfæravinur” og leyfi honum að blómstra með mér ❤️??
— Siffi (@SiffiG) July 14, 2019
Hér hefur húmoristi raðað í hillu. pic.twitter.com/iduQzCARp5
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) July 13, 2019
Mér finnst fólk sem fer í ræktin eftir hádegi betra en það sem fer fyrir hádegi. Það er bæði minna montið og hefur augljóslega meiri orku út daginn.
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) July 13, 2019
ég í morgun: guð minn góður, þynnkan…er…óbærileg. Ég er að deyja. Ég mun aldrei drekka aftur. Minn kæri Jesú ekki yfirgefa mig. Ekki yfirgefa mi
ég 8 tímum seinna: jæja ætti maður að fá sér einn kaldann til að rétta sig við ?
— ? Donna ? (@naglalakk) July 13, 2019
Daði fór með flöskur og dósir í söfnun áðan, hellti úr pokanum og fylgdist svo með talningunni. Haldiði ekki að óhreinar nærbuxur af mér hafi leynst í þessum poka og nuna eru þær í talningasalnum í sorpu 🙂
— brylla (@brynhildurrth) July 13, 2019
Fjögurra ára sonur sem þekkir nokkra stafi:
„Mamma sjáðu, þarna stendur nafnið þitt!“ ? pic.twitter.com/mRfdW0rE6r— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) July 13, 2019
Um daginn laug ég að kærasta mínum að Pilsner Urquell bjórin væri bara kallaður PU í berlín. Hann fór á barinn og pantaði 2 PU og Þjónninn bara ööö hvað? Bjössi bara TVO P-U
Þetta er eins og að mæta á barinn og biðja um EINN VG TAKK (Víking Gylltan)— María Guðjohnsen (@Mariatweetar) July 13, 2019
Það er búið að ákveða að fólkið á eftirsótt & einhleypir listum DV og mbl eigi að byrja saman og ég fékk Gunnar í krossinum hver ákveður þetta??
— Berglind Festival (@ergblind) July 13, 2019
Nágranni að eigna sér portið í kvöld/nótt. Back to back Shallow samsöngur beint í Ferðalok. Við búum í 101 og ég bið ekki um hljóð en ég bið um standard.
— Pavel Ermolinski (@pavelino15) July 13, 2019
“ÞÚ VERÐUR AÐ YFIRGEFA LANDIÐ INNAN VIÐ ÞRJÁTÍU DAGA”
“Bíddu ha? Af hverju?”
“Heyrðu við erum í sumarfrí getum ekki svarað ok bææææ”
? ? pic.twitter.com/0QVgGkpHwv
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) July 12, 2019
Markaðsstjóri: Til lukku með soninn. Þú stóðst við þitt að nefna barnið í höfuðið á fyrirtækinu okkar svo við göngum frá millifærslu á eftir.
Áhrifavaldur: Takk, við erum alsæl með hann Ölgerð okkar.
M: Eh já sko, Egill hefði nú alveg dugað okkar vegna.— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) July 12, 2019
Þetta er það fyndnasta sem ég hef séð. pic.twitter.com/LRhm2UNDKa
— Þórunn Jakobs (@torunnjakobs) July 12, 2019
Mamma sagði okkur systkinum að það mætti alls ekki vera með læti þegar pizza deig væri að hefast því þá myndi það pompa niður. Trúði því í mörg ár.
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 11, 2019
í dag tók ég eftir að vals tómatsósa og vans eru með sama logoið and it blew my fkn mind pic.twitter.com/loNjD5YKtM
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) July 10, 2019
Partý Tortímandinn pic.twitter.com/3VORsdOc3l
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) July 10, 2019