Frábær páskar senn á enda. Grínkeppnin á Twitter fór að sjálfsögðu á yfirsnúning og fólk kepptist við að segja eitthvað fyndið og sniðugt á milli þess sem það gúffaði í sig súkkulaði. Tíst eftir tíst, allt fyndið.
Nútíminn tók saman 18 bestu tíst þessa páskana. Vindum okkur í þetta. Góða skemmtun!
Friðrik Dór opnaði þessa páska með því að viðurkenna að hann er páskastrákur
https://twitter.com/FridrikDor/status/979422628191571968
Föstudagurinn langi var boring eins og áður
Ungt fólk mun aldrei kynnast föstudeginum langa. Það munu aldrei kynnast tilfinningunni að sitja heima þegar allt er lokað í internetlausum heimi, sjóða sér fisk og skammast sín fyrir píslagönguna.
— Jóhann Jökull (@jrhusid) March 30, 2018
ekki gleyma: bannað að hafa gaman í dag.
— Berglind Festival (@ergblind) March 30, 2018
En svo kom gleðin
buinn med 12 paskaegg
— Kristján (49) (@fletcherdisease) April 1, 2018
Stundum hætti ég við að pósta myndum af börnunum mínum á internetið vegna þess að ég er ekki viss um hvort þau eigi fötin sem þau eru í eða hvort þetta sé eitthvað sem ég tók óvart á leikskólanum. #pabbatwitter #munaaðmerkjagottfólk
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) April 1, 2018
hann var að tala um netflix
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) March 29, 2018
Stundum hætti ég við að pósta myndum af börnunum mínum á internetið vegna þess að ég er ekki viss um hvort þau eigi fötin sem þau eru í eða hvort þetta sé eitthvað sem ég tók óvart á leikskólanum. #pabbatwitter #munaaðmerkjagottfólk
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) April 1, 2018
Var að klára að búa til páskaeggja-leitarþraut fyrir börnin
Mundi svo að ég á enginn börn og borðaði bæði páskaeggin á fimmtudaginn— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) March 31, 2018
Fórum til bræðrana í Kjötborg til að kaupa appelsínudjús fyrir nafnaveislu dóttur okkar og sögðum þeim að við ætluðum að bjóða upp á mímósu. Þeir óskuðu okkur til hamingju með óvenjulegt en sterkt nafn; Mímósa Snorradóttir ? #kjötborg
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) March 31, 2018
*Ég í Monapoly, Catan, Machi Koro og öllum spilum og tölvuleikjum*
„Ég ætla að nota peninginn minn í að kaupa stöff sem gefur mér meiri pening seinna “*Ég í alvöru*
„Drykkur sem kostar mikið, gerir mig tímabundið heimskari og lætur mér líða illa daginn eftir? Ég tek 8 takk “— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) March 31, 2018
Æji elsku Jón
Ef þið þekkið manninn sem er með jon@gmail.com ekki segja honum að ég hef notað emailið hans í mörg ár til að komast á wifi í útlöndum og skrá á póstlista.
Sorry, Jón.
— Anna Fríða Gísladóttir (@AnnaFridaGisla) March 31, 2018
Páskarnir maður…
ég bakaði pönnukökur eftir uppskrift í gær og þær urðu sirka 10. í dag tvöfaldaði ég uppskriftina og þær urðu svona 50. nei hvernig var þetta með jesú og fiskinn og það?
— Heiður Anna (@heiduranna) March 31, 2018
Það er alveg magnað hvað mamma hefur lifað af mörgum hotmail keðjubréfum sem sögðu hún myndi deyja ef ég senti þau ekki áfram.
Hetja.— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) March 31, 2018
Hef aldrei tengt jafn mikið við Páfann. Slakur á föstudeginum langa. Planki og chill. Litla páskahátíðin. pic.twitter.com/F9ajoXo6fh
— Stefán Snær (@stefansnaer) March 30, 2018
Viðeigandi þessa stundina, njótið húmors á fallegum fössara pic.twitter.com/LAvjFgl3TH
— Gunna sem fer í ræktina þrisvar í viku (@sjomli) March 30, 2018
Ég í krónunni v sjálfsafgreiðslukassa: snertiskjárinn virkar aldrei f mig, haha er það bara ég eða,? starfsmaðurdude; þetta er oft svona hjá gömlu fólki, húðin er orðin eins og leður. Takk dudebro ég þurfti á þessu að halda, Grund here I come
— Helga Lilja (@Hellil) March 30, 2018
Boom
Vinur minn vann á snæland þegar hann var unglingur og það var sami hópur af ungum strákum stöðugt að mæta og vera með vesen. Eitt skiptið pöntuðu þeir bragðaref og til þess að hefna sín á þeim setti hann hráar pylsur út í ísinn og þeytti.
— Sverrir Rolf Sander (@sverrirs) March 30, 2018
Við styðjum þessa hugmynd!
Ég er með hugmynd handa mannkyninu: hafa jólin meira eins og páskana. Allir bara að chilla, boðum stillt í hóf og engin gjafakaup með tilheyrandi taugaáfalli í Kringlunni.
— Arngunnur Árnadóttir (@akarngunnur) March 30, 2018