Trúarbragðafræðingurinn Bjarni Randver Sigurvinsson birtir pistil í Morgunblaðinu í dag og sakar þar Langholtsskóla um andtrúarboðun í friðargöngu skólans í síðustu viku. Ástæðan er sú að nemendur skólans sungu lagið Imagine eftir John Lennon sem Bjarni Randver vill meina að sé samið „til höfuðs trúarbrögðum“.
Sjá einnig: Nemendur í Langholtsskóla áttu friðsama stund í staðinn fyrir að fara í kirkju
Pistillinn hefur vakið mikla athygli í dag. Það vakti líka mikla athygli vakti þegar Langholtsskóli lagði af heimsóknir nemenda í Langholtskirkju fyrir jólin en slíkar ferðir hafa verið hefð í skólanum um langa hríð.
Í bréfi frá skólastjóra kom fram að ástæða þessarar breytingar sé sú að ekki geti allir tekið þátt í kirkjuferðinni þar sem margir nemendur séu ekki í Þjóðkirkjunni.
Á vef skólans kemur fram að nemendur hafi farið nýja leið í ár. Þeir mynduðu friðarmerkið og sungu texta Þórarins Eldjárns við lagið Imagine eftir John Lennon
Virkir í athugasemdum höfðu sitt að segja um pistil Bjarna. Hér er brot af því besta.
5. Ragnhildur skrifar:
„Hvað segir Borgin við þessari innrætingu? Það hlýtur að gilda það sama um „friðargöngur“ og kirkjuheimsóknir.“
4. Gísli skrifar:
„Vadikanið setti inn í biblíuna að helvíti væri staður sem við færum á ef….“
3. Sylvía skrifar:
„Takk Bjarni Randver.“
2. Þórarinn skrifar:
„Algjörlega sammála Bjarna Randveri. Það er ekki hlutverk skólans að innprenta trúleysi í börnin.“
1. Ingunn skrifar:
„Ég tek undir hvert orð Bjarna Randvers. Afkristnun íslensku þjóðarinnar mun að lokum steypa henni í glötun.
Ég tel að Agnes biskup þurfi að láta til sín taka í þessu máli. Hún hefur verið of mild og ekki tekið af skarið í þessu máli.
Biskupinn gæti t.d. bannfært skólastjórnendur og kennara í Langhólaskóla. Þá yrði þeim meinað að stíga færti inn fyrir guðshús um land allt, gætu ekki mætt í fermingar og giftingar, og fengjust ekki jarðsettir í vígðri mold. Þjóðkirkjan á ekki sitja undir svona löguðu þegjandi.“