Auglýsing

Þá er það staðfest, Hard Rock opnar veitingastað í Iðu

Bóka­versl­un­inni Iðu við Lækj­ar­götu 2A verður lokað um ára­mót­in og veit­ingastaður­inn Hard Rock kem­ur þar inn í staðinn. Þetta kemur fram á mbl.is.

Nútíminn greindi frá því í desember að forsvarsmenn veitingastaðarins vildu opna í Iðu. Þá hafði DV greint frá því að Birgir Þór Bieltvedt, einn eigenda Domino’s á Íslandi, hafi náð samkomulagi um að opna Hard Rock í miðborg Reykjavíkur í sumar.

Mbl.is greinir frá því að Iða hafi verið með leigu­samn­ing til sex ára í hús­inu og að Hard Rock hafi keypt samninginn upp.

Sjá einnig: Hard Rock opnar í miðbæ Reykjavíkur næsta sumar, von á tilkynningu á næstu dögum

Tómas Tómasson, sem er í dag þekktur sem Tommi á Búllunni, opnaði Hard Rock í Kringlunni árið 1987. Gaum­ur hf, eign­ar­halds­fé­lag Bón­us-feðga, keypti svo staðinn árið 1999 og rak hann þar til hon­um var lokað í maí 2005.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing