Bókaversluninni Iðu við Lækjargötu 2A verður lokað um áramótin og veitingastaðurinn Hard Rock kemur þar inn í staðinn. Þetta kemur fram á mbl.is.
Nútíminn greindi frá því í desember að forsvarsmenn veitingastaðarins vildu opna í Iðu. Þá hafði DV greint frá því að Birgir Þór Bieltvedt, einn eigenda Domino’s á Íslandi, hafi náð samkomulagi um að opna Hard Rock í miðborg Reykjavíkur í sumar.
Mbl.is greinir frá því að Iða hafi verið með leigusamning til sex ára í húsinu og að Hard Rock hafi keypt samninginn upp.
Sjá einnig: Hard Rock opnar í miðbæ Reykjavíkur næsta sumar, von á tilkynningu á næstu dögum
Tómas Tómasson, sem er í dag þekktur sem Tommi á Búllunni, opnaði Hard Rock í Kringlunni árið 1987. Gaumur hf, eignarhaldsfélag Bónus-feðga, keypti svo staðinn árið 1999 og rak hann þar til honum var lokað í maí 2005.