Gamlárskvöld getur verið mjög erfitt fyrir Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Honum bregður nefnilega afar auðveldlega og kemst hreinlega ekki í gegnum venjulegan dag nema að honum bregði, eins og kom fram í innslag í Íslandi í dag í október og vakti mikla athygli.
Innslagið má sjá hér fyrir neðan.
Brynjar segir í samtali við Nútímann að ýmsar aðferðir hafi verið reyndar til að lina sársauka hans á meðan lætin standa yfir á gamlárskvöld. „Gamlárskvöld getur verið mér erfitt,“ segir hann.
Lengi kom til tals að geyma mig niðri í kjallara með kettinum. Við nánari athugun var talið að kötturinn vildi frekar sitja á flugeldabombum en að vera fastur með mér einum í kjallaranum.
Hann segir að þá hafi verið ákveðið að kaupa á sig bleikar eyrnahlífar. „Eins og bróðir Mary, í frægri mynd um Mary, bar gjarnan,“ segir hann.
Brynjar þykist þó vera búinn að finna ágætislausn á þessu vandamáli. „Annars hafa vinir mínir í Á.T.V.R náð að milda mjög áhrifin af þessum hávaða. Öll áfengisneysla mín er því af læknisfræðilegum ástæðum.“
Hér má sjá innslagið úr Íslandi í dag frá því í október.