Þá er komið að hinni vikulegu Twitter samantekt Nútímans. Íslendingar á Twitter voru einstaklega fyndnir og sniðugir í vikunni og því er úr nógu að taka.
Sæl Mamma
Kynnti mig sem "ég heiti mamma" á foreldrafundi um daginn. Á morgun byrja börnin mín í nýjum skóla
— Eva Ólafsdóttir (@soraveevaros) October 6, 2018
Vinkona:: Æ, svo flókið að eiga yngri mann.
Ég: Nú, hvernig flókið?
Vinkona: Hann man ekki eftir þegar Let's Dance var vinsælasta lagið á Borginni og veit ekki hver Laddi er.
Ég: Ókei, hljómar samt meira eins og að vera með útlendingi.
Vinkona: Já, satt hann er auðvitað norskur.— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) October 7, 2018
Einu sinni var ég úti á Krít og norsk kona kom upp að mér og spurði hvort ég vildi giftast syni hennar, hann þorði ekki að spyrja mig sjálfur ?
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) October 6, 2018
Dóttir mín: pabbi af hverju erum við í fjöru, ég vildi fara í Hagkaup að kaupa nammi.
Ég: hahah lestu blöðin ástin. pic.twitter.com/2BHHhRiYqU
— Gylfi (@GHvannberg) October 6, 2018
Ótrúlega klár stúlka
Var að spila hrunsávarpið hans Geirs H. Haarde í fyrsta skipti fyrir þriggja ára dóttur mína áðan. Þegar hann lauk ræðunni á „Guð blessi Ísland“ leit hún á mig og spurði: „Pabbi, heldurðu að það sé orsakasamhengi eða einungis fylgni á milli þess að vera hægrimaður og trúaður?“
— Atli Jasonarson (@atlijas) October 6, 2018
Mannanafnanefnd í málið
ég vona að karlmannsnafnið Tvennar verði einhverntíman samþykkt því mig langar svo að hitta bræðurna Einar og Tvennar
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) October 6, 2018
Stelpa sem ég er að vinna með fór aldrei í ökuskóla eitt eða tvö og tók ekki bílprófið sjálft. Hún er samt með bílpróf.
Eineggja tvíburinn hennar tók þetta bara fyrir hana ?
— Laufey Kristins? (@laufeykristins) October 5, 2018
Ég er á báðum áttum um hvað mér finnst um að þekkja aldrei neinn á þessum myndum sem lögreglan vill ná tali af. Meina svosem gott en ég væri alveg til í 'kickið' og vera bara ?? Sigga?? jú þetta er hún, og svo senda línu á lögregluna og æj bara eitthvað svona djúsí vitiði
— Indíana Rós (@indianar92) October 5, 2018
Ég sem hélt að það væri búið að Seljan. Nei segi svona, eigið góða Helgi kæru fylgjendur. pic.twitter.com/jNHJaslTXW
— Sigurgeir Jónasson (@sgeiri) October 5, 2018
Íslenskt samfélag í hnotskurn:
Fór í bíó áðan. Meðan auglýsingarnar voru í gangi fór brunabjalla af stað. Hún gekk í ca. 5 mín stanslaust. Fullur salur af fólki ca. 60+. Enginn rótaði sér (ekki ég heldur) Konan fyrir framan mig við vinkonu sína:
Á ég að sækja popp handa þér?
— Jóna Kristjana (@jonakristjana) October 5, 2018
Hegðun við starfsfólk í þjónustu lýsir innri manni.
Ég hætti einu sinni að hitta mann því hann var svo dónalegur við fyrirtæki á FB. Hann vissi ekki að ég var á hinni línunni að svara.
— Anna Fríða Gísladóttir (@AnnaFridaGisla) October 4, 2018
Geðheilsan mín að koma til baka eftir að hafa ekki séð hana í tvær vikur pic.twitter.com/No2fsJwPGe
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) October 3, 2018
Heimilislæknir: Jæja, þá er ég búinn að bjarga lífi þínu, enn eina ferðina. Það gera 1500 kr
Tannlæknir: Heyrðu ég blastaði krabbameinsvaldandi geislum á þig í 18 sek og skrapaði tennurnar þínar með járnkrók í 3 mín. Það gera 36000 + vsk og þú þarft að nefna frumburðinn eftir mér— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) October 3, 2018
Þegar maður fer óvart mjög svangur í búðina… pic.twitter.com/BuPTPH5Hwr
— Sunna Ben (@SunnaBen) October 3, 2018
Í ölæði haustið 2016 myrti ég óvart mann. Slysaðist til að berja hann í höfuðið með skóflu og gróf hann síðan með henni.
*Fjölmiðlum er með öllu óheimilt að afrita og/eða vitna í þennan texta*
— Stefán Óli Jónsson (@St_Oli) October 3, 2018
Áhorfandi á skákmóti: Góðan dag, hálft kíló takk
Leikmaður: Hvað áttu við?
Áhorfandi: Af lúðu takk
Leikmaður: Ég sel ekki fisk
Áhorfandi: Bíddu hvað er þá málið með þessa lúðasamkomu hahaha— Jón Viðar (@jonvidarp) October 3, 2018
Úff…
mín skilgreining á áhættuhegðun er að troða upp í sig fílakaramellu þegar maður sinnir þjónustustarfi og vona að enginn komi á meðan
— Heiður Anna (@heiduranna) October 2, 2018
Okkar maður rétt náði inn
Skrifaði síðustu fréttina mína á Nútímann í gær. Núna er því ekkert annað í stöðunni en að bretta upp ermarnar, leggja höfuðið í bleyti og reyna að komast í fyrsta skipti í tíst vikunnar á sunnudaginn.
— Atli Fannar (@atlifannar) October 1, 2018
ætla að benda á að nú þarf ekki lengur að læka tweetin hjá atla fannari hann er hættur að sjá um tweet vikunnar hjá nútímanum svo alger óþarfi að sleikja hann upp
— Tómas (@tommisteindors) October 1, 2018