Jæja, þá er enn ein vikan að baki og verslunarmannahelgin gengin í garð. Íslenskir tístara eru þó ekki í sumarfríi og dæla út tístum sem við hin fáum að njóta góðs af. Nútíminn tók saman bestu, fyndnustu og skemmtilegustu tíst þessarar viku.
Byrjum á einu auðveldu og aðgengilegu
Auðvelt og aðgengilegt pic.twitter.com/rEVcocEDvd
— Anna Fríða Gísladóttir (@AnnaFridaGisla) August 1, 2018
Takk fyrir góð ráð amma
Amma var að minna mig á það “vera ekkert að tattúera á mig ehv kalla sem ég er að húkkast á, það getir nefnilega verið svo erfitt að ná svona tattúeringum af ef uppúr slitnar”
Takk amma mín ég skal muna þetta— Drunklexander Aron (@AlexanderAronG) July 31, 2018
Hvenær á eiginlega að mæta???
Ég tengi ekkert við fólk sem segir: "Bara svona hálf tvö – tvö". Bara ha? Það er ekkert það sama? Hvort á ég að mæta hálf tvö eða tvö?? Ég enda alltaf á að mæta bara á slaginu korter í. Getur fólk hætt að vera svona óþægilegt?
— Andri P. Guðmundsson (@partyandri) August 1, 2018
Framtíðin
Eftir 20 ár:
Ég: Nei hæ!
Ehv: Hæ, þekki ég þig?
Ég: Nei, en ég var að followa mömmu þína á instagram í den, fylgdist með þér alast upp ☺️??— Þórhildur Steinunn (@thobbsla) July 31, 2018
Klárlega ekki rétti vettvangurinn
Nennir einhver að segja mömmu minni (sem hefur aldrei farið á þjóðhátíð) að þjóðhátíðar eventinn sé ekki rétti vettvangurinn til að augýsa hvað hún sé ástfangin pic.twitter.com/GdpxfpbC8n
— Guðný Ljósbrá (@gudnyljosbra) July 30, 2018
????????
Eldri maður dúndraði á bílinn minn á hjóli meðan ég var stopp. Hljóp út til að athuga á honum.
É: "Er í lagi með þig?"
H: "Það hefur aldrei verið í lagi með mig."— bassaófreskjan (@auminginn) August 1, 2018
Þakkið fyrir
gagnkynhneigð forréttindi eru að þurfa ekki að rekast á fyrrverandi í STURTUKLEFANUM
— Óskar Steinn ?️???? (@oskasteinn) August 1, 2018
????????
When she looks like 5000 krónur íslenskar ? pic.twitter.com/CblVhTeIZC
— Brynja Bjarnadóttir (@brynjabjarna) August 3, 2018
????
það er gamall maður hér á sýslumannsskrifstofunni sem þarf að borga 2000 kr fyrir staðfestingu á að hann sé á lífi og núna langar mig bara heim að horfa á grace and frankie
— Heiður Anna (@heiduranna) August 2, 2018
Obbobb
Á stúdentagörðum.
Hún: "Þú ert 23 gamall maður. Getur ekki bara labbað út til að forðast húsverkin."
Hann: "… getur ekki bannað mér að fara út."
Hún: "Jú, vist."
*þau horfa snögglega á mig á næsta stigagangi*
*ég horfi undan, fer í símann og skrifa þetta*— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) August 2, 2018
Think about it
dóttir mín var að spyrja mig „ef Karíus og Baktus elska nammi svona mikið, eru þeir þá ekki með Karíus og Baktus í tönnunum sínum?“ og ég er farinn að efast um allt
— Olé! (@olitje) August 3, 2018
Sönn saga
Life hack: Ef þú heilsar starfsmanni á Krispy Kreme með "Sæll og glazeaður meistari" þá er hann skyldugur til að gefa þér einn frían orginal glazed.
— Jón Viðar (@jonvidarp) August 2, 2018
Mögnuð staðreynd!
Sturluð staðreynd! Sonur þessa manns er Finnur Mithar sem þjóðhátíðarlagið í ár fjallar um: „Þú Finnur Mithar, alveg sama hvað…“ pic.twitter.com/uVPM4TbjQs
— Björn Bragi (@bjornbragi) August 3, 2018
Alltaf stemning í röðinni
Sena úr vínbúð:
A: Ey, ertu ekki Kött Grá Pje?
B: *Kinkar kolli*
A: Já, þú sökkar.Góð stemning í kassaröðinni.
— Kött Grá Pje (@KottGraPje) August 3, 2018
Verslunarmannahelgin gekk í garð
Gleðilega verslunarmannahelgi,
Munið að nauðga ekki, beita ekki ofbeldi og keyra ekki undir áhrifum.
Bestu kv.— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) August 3, 2018
Unga fólk. Mig langar að segja eitthvað gáfulegt af því að ég elska ykkur svo mikið. Ekki drekka mikið áfengi um helgina. Og ef þið drekkið áfengi þá að drekka vatn á móti. Farið varlega og skemmtið ykkur vel. Pabbi.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) August 3, 2018
Raunsætt mat
Kærastinn minn segist vera að keppa fótboltaleik í Vestmannaeyjum í kvöld. Hef ekki heyrt í honum síðan í morgun og sé hann líklega ekki fyrr en á mánudaginn ef ég á að vera raunsæ.
— Aðalheiður Rósa Harðardóttir (@heidarosa) August 2, 2018
Það er gaman á fleiri stöðum en í Eyjum um verslunarmannahelgina
Ég elska að vera í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Allir tapparnir sem þú sérð í bænum og ert svona smá hræddur að séu að fara að berja þig eru bara farnir. Eru bara á einhverri eyju og eru sáttir. Hálfvitalaus miðbær Reykjavíkur. Gefið mér verslunarmannahelgi allar helgar.
— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) August 3, 2018
Fleiri tengja við þetta
Jónsi:
hvítur líkamiinn kirsuberin stinn þú veist mig langar IIIIIIIIIIIIINN11 ára ég: pic.twitter.com/kcOI2KYvIf
— Sigridur Maria (@SigridurM) August 3, 2018
Endum á einni ótrúlegri sögu úr Eyjum 2009, smelltu á tístið til að sjá alla söguna
Ég ætla deila með ykkur ótrúlegri lífsreynslu hér að neðan sem ég átti á þjóðhátíð í eyjum árið 2009. Mörg ykkar munu ekki trúa henni en hvert orð er satt.
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) August 4, 2018