Nú er vikan að baki og tilvalið að líta um öxl. Íslenskir tístarar voru í stuði og reittu af sér brandarana. Það var mikið um grín og glens og hér eru bestu tíst vikunnar.
Byrjum á smá gríni sem fór úr böndunum
Note to self, vera alveg 100% viss um að drengirnir sem þú ert að þjálfa viti þegar þú ert að grínast í þeim. pic.twitter.com/OswWczGzeV
— Albert Ingason. (@Snjalli) August 15, 2018
Örlítill misskilningur en verðum að vera sammála honum
Heldri maður hrósaði mér í bak og fyrir, sagði að ég væri besti sjónvarpsmaður á Íslandi og karlarnir ættu ekkert í mig. Það var ekki fyrr en hann nefndi HM stofuna sem ég fattaði að hann var að rugla mér saman við @kristjanaarnars. Ekkert svo sárt því ég er sammála honum
— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) August 15, 2018
Next level markaðssetning í gangi hérna
Sturluð markaðssetning hjá Laxar Fiskeldi ehf pic.twitter.com/FSZR9UDjLe
— Emmsjé (@emmsjegauti) August 13, 2018
Heiður datt heldur betur í lukkupottinn í vikunni
ég á ekki til ORÐ pic.twitter.com/4W2Er21EXY
— Heiður Anna (@heiduranna) August 17, 2018
Andrea átti ekki eins góða viku
Jæja þá þarf ég aldrei að vera hrædd við nokkuð aftur, afþví að ég var að drekka geitung sem var í bjórnum mínum og hann stakk mig tvisvar í tunguna og vörina og það er nokkurnveginn það hræðilegasta sem ég get ímyndað mér.
— ✋Handrea Björk? (@svefngalsi) August 17, 2018
Handlagni hipsterinn verður að fá sjónvarpsþátt!
https://twitter.com/DNADORI/status/1029430224860192769
Eina rétta í stöðunni
amma var að segjast eiga kjól sem væri svo alltof, alltof stór á hana, hvort ég vildi ekki fá hann? ég kýldi hana í barkann.
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) August 13, 2018
Svolítið Steve
Steve í öxlunum og bakinu. pic.twitter.com/0W3k3jzAX5
— Björn Bragi (@bjornbragi) August 14, 2018
Í fullkomnum heimi
Í fullkomnum heimi á matreiðslustaðnum og dagheimilinu Mandi pic.twitter.com/K0cOmDYaGw
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) August 14, 2018
🙂
16 ára þunn afgreiðslustelpa á 12 tíma sunnudagsvakt: viltu hitað eða ristað?
Ég, 57 ára: pic.twitter.com/PjOwWKhfgM— Siffi (@SiffiG) August 13, 2018
Bingó í sal!
Prestur: hvað a barnið að heita?
Ég: Ef gottið er gott heitir gottið…?
Prestur: uuuuu Freyja a barnið að heita Freyja?
Ég: jáaaaaaaa— Björn Leó (@Bjornleo) August 17, 2018
Peningavitið
Ég: best að vera skynsöm með peninga og safna fyrir bíl og í sparnað og svona
Líka ég: best að panta þriðju utanlandsferðina í ár og skella mér nokkrum sinnum til Egilsstaða og hey þetta er töff peysa, mig langar í fleiri bjóra á barnum, hvað ætli svona skór kosti, mmmmm dominos— Björgheiður (@BjorgheidurM) August 15, 2018
Úff…
Þetta verða svo ógeðslega löng 4 ár. pic.twitter.com/7w2KpDQOXR
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) August 16, 2018
Verslunarmannahelgin 98 var eftirminnileg
Það að Skúli Mogensen hafi látið Lundúnarflug WOW taka lykkju á leið sína og fljúga lágflug yfir afmælið sitt í Hvalfirði nokkrum dögum áður en hann fór til útlanda að biðja um 12 milljarða lán, minnir mig doldið á verslunarmannahelgina mína 98. pic.twitter.com/kxAJZRzoIR
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) August 16, 2018
Enginn í sögunni
Afsakið en ég held að enginn í sögunni sé svona dannaður að drekka Ópal ? pic.twitter.com/j5OK9wVnTD
— Silja Björk (@siljabjorkk) August 13, 2018
Þú ert allavega ekki þessi gæi
Sex ár liðin og ég hugsa ennþá stundum "Jæja, ég er amk ekki þessi" þegar ég klúðra einhverju í vinnunni. pic.twitter.com/zD1aRJMKyr
— Anna Berglind (@annaberglind) August 14, 2018
Ungur í anda
Arion banki í Borgartúni er með frystikistu fulla af emmess íspinnum fyrir börnin.
Í morgun kom eldri maður inn um dyrnar, fór beint í frystinn, tók pinna.
Starfsmaður Arion, kaldhæðinn: "Menn eru bara ungir í anda"
Eldri maður: "Ís er ís!"
Svo maulaði hann bara pinnann.
— Björn Teitsson (@bjornteits) August 15, 2018
Guðni styður sína konu ????
Er til eitthvað sætara en þessi skilaboð sem Guðni forseti sendir konunni sinni með áheitinu í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun ? pic.twitter.com/8nii6kBhZQ
— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) August 17, 2018
Gjörsamlega óþolandi
Út um alla borg er nú fullorðið fólk að státa sig af medalíu sem þau fengu í þátttökuverðlaun. Hvað erum við eiginlega að kenna þeim? Nú halda þau að þau muni alltaf fá allt upp í hendurnar ?
— Tinna Heimisdóttir (@TinnaHeimis15) August 18, 2018
Endum á góðum kveðjum frá Degi
Lélegt: Bitches vita alveg hver ég er, oh my god.
Skárra: Glyðrur gefa nafni mínu gaum, Guð’ sé lof.
Betra: Blómarósir á mig bera kennsl, blessaðan.
Annars fínt af mér að frétta. Góðar kveðjur, Dagur.
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) August 17, 2018