Enn og aftur er vikan á enda. Ljósmæðradeilan lamar samfélagið, veðrið heldur áfram að leika landann grátt og sem betur fer er HM ennþá í sjónvarpinu. Hér er fyndnustu tíst vikunnar.
Prófa þetta næst
eftir mínútu af banki inn á ♿️?klósetti opnaði ég og bjóst við einstakling sem þyrfti á því klósetti að halda..nei var það ekki bara sami maður og öskraði á þjónustustúlku, klst áður, á meðan hún aðstoðaði mig, að hann þyrfti “WATER, NOW”
MJÖG gott að öskra á hann til baka
— glówdís (@glodisgud) July 2, 2018
Skemmtilegur leikur yfir HM
Finnið hugvísindamanninn. #hmruv pic.twitter.com/CLjHmujCto
— Gunnar Marel (@gunnar_marel) July 3, 2018
Laun ljósmæðra voru mikið á milli tannanna á fólki
Meðallaun ljósmæðra sem stjórnarráðið styðst við eru uppreiknuð meðallaun, ekki raunveruleg meðallaun. Dæmi:
Ljósmóðir í 20% helgarvinnu (2 helgar á 55% álagi) er reiknuð upp í 100% vinnu. Hún vinnur, samkvæmt stjórnarráðinu, tíu helgar í mánuði.Tíu helgar í mánuði.
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 4, 2018
ÞAÐ FÆÐAST BARA 11 BÖRN Á DAG,
EN ÞAÐ ERU 270 LJÓSMÆÐUR! pic.twitter.com/cqRQQxOtpP— Þorsteinn Vilhjálmss (@kirjalax) July 4, 2018
Stefnumótamenning 21. aldarinnar
Hvernig kynntistu stóru ástinni í lífi þínu?. Jú, ég fann hann á Tinder, and he had me at: Here for the weekend. Looking for a tour guide.
— Olga Cilia (@olgacilia) July 4, 2018
Yngri kynslóðin heldur manni á jörðunni
https://twitter.com/ArnarVA/status/1014657831532990464
????????
Mamma mín,
sem á 54 ára afmæli um helgina ? pic.twitter.com/DzT3YanDfY— Brynja Bjarnadóttir (@brynjabjarna) July 5, 2018
Gerist ekki betra
Viti þið hvað er betra en franskar kartöflur?
Franskar kartöflur hjá þeim sem situr við hliðina á þér.
— Andri Geir Jónasson (@Aggi700) July 5, 2018
Hver býður flestar ólívur í þetta?
Gamalt áramótaskaup. Spurning um að henda þessu á ebay. Hlýtur að vera hægt að kaupa nokkrar ólívur fyrir þetta. pic.twitter.com/e5rVUZkoT9
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) July 5, 2018
Í öðrum heimi…
Stundum er sturtan mín óvart svo köld að ég hverf inn í annað líf. Ég ligg uppí rúmi, ég er fertug kona. Pétur, maðurinn minn hefur ekki litið á mig vikum saman. Eina athyglin sem ég fæ er frá kassastráknum í Bónus en hann er of ungur, eða er hann það? Ég held að hann heiti Vigfú
— Bríet af Örk (@thvengur) July 5, 2018
Hjörtur: Heyrðu, Bjössi minn. Sestu aðeins afturí og horfðu útum gluggann
Bjössi: Afhverju?
Hjörtur: Nei, bara.. kemur í ljós ? pic.twitter.com/KGP9n8qfwr— gunnare (@gunnare) July 5, 2018
Mind blown
Maðurinn við hliðina á mér í Stræto hringdi í vin sinn við HÍ, svo rétti vinur hans (starfsmaður á veitingastað) honum takeaway mat í gegnum miðjuhurðina á vagninum nokkrum stoppum síðar. Next level dæmi.
— Marinó Örn (@marinoorn) July 5, 2018
Veðrið heldur áfram að leika við íbúa á suðvesturhorninu
https://twitter.com/DNADORI/status/1015013579584622592
Þetta er skrifað í skýin
lét Kára fá einnota myndavél til að taka myndir á sumarnámskeiði. var að fá myndirnar úr framköllun, margar myndir af rassi á svíni í húsdýragarðinum og restin myndir af fuglakúk á spýtu. hann verður listamaður.
— Berglind Festival (@ergblind) July 6, 2018
Þið heyrðuð það hér fyrst
Tilkynning frá tískulögreglunni á höfuðborgarsvæðinu: Símahulstur sem eru líka kortaveski eru úti. Eftirleiðis köllum við þetta sveski. Ekki fá ykkur svona.
— Nína Richter (@Kisumamma) July 6, 2018
Ferðamenn bæta og kæta
Sat við rætur Esjunnar þegar eldri hjón koma til mín
Kona: Hi. What is this?
Ég: Esjan
K: What is that?
Ég: Its a mountain and a popular hiking route
*löng þögn*
K: (með ýktum bandarískum hreim)… is this a waterfall??
Ég: … sure there is water falling down
Bæði: WONDERFUL— Eydís Blöndal (@eydisblondal) July 6, 2018
Uppfærður texti árið 2018
Auðbjörn, tvítugi töffari dagsins í dag:
Hann borðar oumph! þrisvar í viku
og hjólar reglulega í vinnuna.
Hann hjálpar mömmu og pabba um helgar, með fjölnota poka í vasanum.— Eygló (@Heyglo) July 6, 2018
????
Ég á góðum mexikóskum stað pic.twitter.com/lheFGhHIN9
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) July 6, 2018
Já, takk
fæ þetta 3ja bjóra tilboð takk pic.twitter.com/GWPPTGjddT
— Heiður Anna (@heiduranna) July 7, 2018
Endum vikuna á epískum þræði trúðaíssins, sjáðu allan þráðinn með því að smella á tístið
“Hæ ertu á lausu? Til í spjall?” pic.twitter.com/hrYseRDwxA
— Siffi (@SiffiG) July 7, 2018