Veðrið, Hamborgarafabrikkan, Young Thug og ýmislegt annað var í gangi í vikunni. Allt þetta og meira til var rætt fram og til baka á Twitter og Nútíminn tók saman nokkur tíst sem fengu meiri undirtektir en önnur.
Grein undir fyrirsögninni Ég er ekki femínisti vakti talsverða athygli í vikunni. Systir höfundarins svaraði honum og Twitter líka
ég var að lesa grein eftir mann sem stærir sig af að tala alla daga við samstarfskonu sína eins og jafningja
— Katrín Atladóttir (@katrinat) July 6, 2017
Þó sólin hafi aðeins látið sjá sig um helgina þá var vikan eins og meðalhlýtt haust
Ánægjulegt að Ísland skuli vera fyrsta land veraldar til að prufa nýtt þriggja árstíða kerfi: Vetur, vor og haust.
— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) July 6, 2017
Elska að íslenskar stelpur taki speglamyndir af sér á bikiní því það er aldrei nógu gott veður fyrir það úti
— Andrea Victors (@andreavictors) July 5, 2017
Á Twitter var fólk líka á almennu nótunum í gríninu
Ég á hálendinu að tala við kæró í símann: æ sambandið er orðið svo lélegt ég verð að fara hætta þessu.
Kæró: ???— Vera Hjördís (@VeraHjrds) July 6, 2017
Ef ég ætti að ræna banka myndi ég gera það í 66 norður hettupeysu eða Thrasher hettupeysu. Kæmu allir á landinu til greina.
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) July 6, 2017
Afhverju stendur fólk alltaf alveg við töskubandið á flugvöllum svo enginn sér töskurnar nema það eitt? HAFA ÞAU ENGA FOKKING RÝMISGREIND?!
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) July 8, 2017
Maður veit að það er komið góðæri þegar fyrirtæki eru farin að ráða einn til að bakka og einn til að keyra áfram. pic.twitter.com/DndY0HWgXs
— Elli Joð (@ellijod) July 3, 2017
Spurðum nokkra menn hvort þeir vissu hvað útferð væri. Þeir höfðu ekki hugmynd, nema giskuðu á jarðarför. Flott kynfræðsla
— Andrea Eggerts (@andreaeggerts) July 8, 2017
Verslunin Vínberið á Laugaveginum hefur verið starfrækt í meira en 40 ár
Nú stendur til að breyta nafninu í Rúsínan
Nei, segi svona heheh
— Egill Jónsson (@EgillJonsson) July 8, 2017
Pabbi má ég aðeins hreyfa mig?
– Já auðvitað.
Aðeins að hreyfa á mér puttann?
– Nei þú ert ekki að fara í Playstation núna!— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) July 8, 2017
https://twitter.com/AlexanderAronG/status/883436102123757568
Játning dagsins: kom oft heim úr skólanum í 5-6 bekk og sat fyrir framan sjónvarpið með bóner yfir tónlistarmyndböndum á PoppTV
— Björgvin Stefánsson (@badgalbjoggi) July 7, 2017
Hjartaáfall um borð. Respect á hjúkkurnar sem björguðu lífi á leið úr sumarfríinu sínu. Ég var notuð sem borð undir plástra o.fl. pic.twitter.com/cMe4diNSb4
— Berglind Festival (@ergblind) July 7, 2017
Þurfti að hringja í LÍN og hóf útskýringar mínar á "Þannig er nú lán með vexti að…" Það var alveg veinað úr hlátri.
— Björn Þór Björnsson (@bjorn9494) July 7, 2017
Formaður Sjósundsfélagsins heitir Hafdís.
HAFDÍS!!!! pic.twitter.com/mjCV2035AX
— Grétar Þór (@gretarsigurds) July 6, 2017
07.07.07. var svo busy brúðkaupsdagur að meira að segja ég söng í einni athöfn. Sá sem átti að syngja upphaflega var í gæsluvarðhaldi.
— Sóli Hólm (@SoliHolm) July 7, 2017
Ekki er enn búið að auglýsa eftir rektor MR
er að pæla i að sækja um sem rektor MR, eg tok þennan skola a fkn 5 arum og hef þvi 25% meiri reynslu af skolanum en meðal MRingurinn
— karó (@karoxxxx) July 5, 2017
Hamborgarafabrikkan var milli tannanna á fólki í vikunni eftir að bent var á að enginn hamborgari á matseðlinum er nefndur í höfuðið á konu
Sendi geggjaða uppskrift á Fabrikkuna. Ég er svo dugleg ?
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 5, 2017
https://twitter.com/hjorvarhaflida/status/882682291738292224
Og jú, rapparinn Young Thug kom fram í Laugardalshöll
Sá Young Thug , sá líka unglingapar í sleik meðan vinkona þeirra afsakaði hegðun þeirra til allra sem löbbuðu framhjá.
Atburðaríkt kvöld— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) July 8, 2017
Fékk request fyrr í kvöld um að hype-a tónleika svo það kæmu fleiri stelpur á þá því 80% af seldum miðum voru til stráka. Hér er line-upið. pic.twitter.com/2XefPe1qyQ
— Sura Þína (@ThuraStina) July 8, 2017
Fáránlega vel gert hjá Samfés að fá Young Thug til að spila.
— Stefán Gunnar (@stefangusi1) July 7, 2017