Auglýsing

Uppfært: Hryðjuverkaárás í Brussel, það sem við vitum

Það sem við vitum:

  • Talið er að 26 séu látnir.
  • Mikill viðbúnaður er á flugvellinum. Lestar- og flugferðum hefur verið aflýst.
  • Sprengingar voru nálægt byggingum Evrópusambandsins í Brussel.
  • Flugvöllurinn verður lokaður þangað til klukkan sex í fyrramálið.

Uppfær kl. 12.47: Á vef The Guardian kemur fram að 26 séu látnir eftir sprengingarnar. Talið er að að minnsta kosti 11 manns hafi látið lífið og 81 særst í sprengingunni á Zaventem-flugvellinum. Þá er talið 15 hafi látið lífið og 55 séu særðir eftir spreningunni á lestarstöðinni.

Uppfært kl. 9.49: Sprenging var nálægt skrifstofum ESB

Að minnsta kosti 23 eru sagðir látnir og 35 særðir eftir hryðjuverkaárás á flugvelli og lestarstöð í Brussel í morgun. Ekki er vitað hvað olli sprengjunum en á vef The Guardian segir að talið sé að um sjálfsmorðsárás sé að ræða.

Fjórir dagar eru síðan lögreglan í Belgíu hafði hendur í hári Salah Abdeslam, mannsins á bakvið hryðjuverkaárásirnar í París á síðasta ári.

Að minnsta kosti 10 létust í sprengingu við Maelbeek-lestarstöðina, skammt frá byggingum Evrópusambandsins. Að minnsta kosti 13 létust í sprengingu á Zaventem-flugvellinum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing