Auglýsing

23% þingmanna eru með húðflúr

Um 23% þingmanna á Alþingi Íslendinga eru með húðflúr. Þetta kemur fram í könnun sem Nútíminn framkvæmdi á dögunum. Allir alþingismenn voru spurður en svarhlutfall var 50%.

Ýmislegt forvitnilegt kemur í ljós þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar. Þingmenn Samfylkingar og Pírata virðast ekki vera hrifnir af því að merkja sig varanlega en ríkisstjórnin virðist vera sæmilega vel merkt.

Könnunin var gerð í kjölfarið á frétt Nútímans um húðflúr Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, sem lét flúra merki flokksins á sig í Hollywood.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing