Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra verður í hópi 300 meðlima Silfurskeiðarinnar, stuðningsmanna Stjörnunnar, sem mætir Inter Milan á San Siro-leikvanginum í kvöld. Bjarni birti þessa mynd af sér og nokkrum Silfurskeiðum í dag með fótboltakappanum Fabio Cannavaro, sem var m.a. fyrirliði heimsmeistaraliðs Ítala.
Leikmenn Stjörnunnar eru ekki þeir einu sem eiga við ofurefli að etja í kvöld. Silfurskeiðin mætir í stúkuna ásamt allt að 40.000 blóðheitum stuðningsmönnum Inter.
Hlutfallslega lítur munurinn á stuðningsmannasveitunum svona út, miðað við að um 40.000 manns mæti á leikvanginn sem tekur rúmlega 80.000 manns í sæti: