45% Íslendinga eru jákvæðir gagnvart Evrópusambandsaðild samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun, sem Capacent gerði fyrir Já Ísland. Spurningin sem lögð var fyrir fólk var eftirfarandi:
Ef aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) yrði borin undir þjóðaratkvæði í dag, hvernig telur þú líklegast að þú myndir greiða atkvæði?
45% svöruðu spurningunni þannig að þau myndu líklega eða örugglega greiða atkvæði með aðild en tæp 55% sögðust líklega eða sennilega á móti aðild.
Stuðningurinn er mestur í hópi stuðningsfólks Samfylkingarinnar, eða um 89% og Bjartrar framtíðar um 81%. 55% stuðningsfólks Pírata og Vinstri grænna eru jákvð en mikil andstaða er á meðal stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar — 92% Framsóknarfólks leggst gegn aðild og um 83% stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins.