MMR kannaði í byrjun apríl álit almennings til persónueiginleika nokkurra stjórnmálaleiðtoga. Í könnuninni voru svarendur beðnir um að meta hvort nokkur persónueinkenni ættu við stjórnmálaleiðtogana eða ekki.
Ýmislegt forvitnilegt kom í ljós.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, bar höfuð og herðar yfir aðra leiðtoga. 47% töldu hana heiðaralega og 48% töldu hana standa við eigin sannfæringu. 36% töldu hana gædda persónutöfrum.
Aðeins 5% töldu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gæddan persónutöfrum og 9% töldu hann heiðarlegan. Þá töldu 5% að hann væri í tengslum við almenning og jafn margir töldu að hann væri fæddur leiðtogi.
Aðeins 3% töldu að Árni Páll Árnason væri fæddur leiðtogi en svipað margir töldu að Guðmundur Steingrímsson væri fæddur leiðtogi, eða 4%.
Aðeins 4% töldu Guðmund Steingrímsson skila árangri og 6% töldu að Árni Páll skilaði árangri.
Hér má sjá niðurstöðurnar frá MMR.