Auglýsing

50 þúsund íbúar bæjar í Þýskalandi gátu ekki verið heima á jóladag, þurfti að gera sprengju óvirka

Fleiri en fimmtíu þúsund íbúar Augsburg í Þýskalandi þurftu að yfirgefa heimili sitt í gær, á jóladag, á meðan sprengja frá seinni heimstyrjöldinni sem fannst þar var gerð óvirk.

Sprengjan vó 1,8 tonn og fannst í síðustu viku þegar verið var að grafa fyrir bílakjallara.

Íbúar áttu að yfirgefa heimili sín fyrir kl. 10 um morguninn og gátu þeir leitað skjóls í grunnskólum og íþróttasölum.

Skömmu eftir kl. 7 í gærkvöldi var greint frá því á Facebook-síðu bæjarins að búið væri að gera sprengjuna óvirka og íbúar mættu snúa aftur heim.

Sprengjan reyndist vera frá breska hernum og var henni varpað á borgina í seinni heimstyrjöldinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing