Auglýsing

7 gista fangageymslur eftir nóttina – Mikið að gera í nótt

Í dag eru 71 mál bókað í kerfum lögreglunnar og 7 aliðar eru vistaðir í fangageymslu. Í Reykjavík var sami maður tekinn tvisvar undir stýri, hafandi verið sviptur ökuréttindum fyrir. Hann á yfir höfði sér sekt.

Ofurölvi einstaklingur var keyrður heim af veitingastað í hverfi 104 í Reykjavík og var keyrður heim. Einnig voru höfð afskipti af starfsmanni skemmtistaðar í miðborginni sem er grunaður um líkamsárás en mál hans er í rannsókn.

Óprúttinn aðili var gómaður við að fara inn á byggingarsvæði og stela þaðan verkfærum og mál hans er í rannsókn.

Nokkrir voru teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og áfengisdauður einstaklingur var sóttur í stigagang í fjölbýlishúsi. Hann gat ekki sagt til nafns vegna ástandsins og var látinn sofa í fangaklefa þangað til hann gæti tjáð sig og gert grein fyrir sér.

 

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing