Auglýsing

75% myndanna í IKEA bæklingnum eru gerðar í tölvu

Herbergin í IKEA-bæklingnum líta ótrúlega vel út. Kannski of vel því fæst eru þau raunveruleg.

Samkvæmt frétt á vef The Compute Graphics Society eru 75% myndanna IKEA bæklingnum settar saman í tölvu. Á vefnum er rætt við fulltrúa IKEA sem segir fyrirtækið spara mikla fyrirhöfn með því að setja myndirnar saman í tölvu. Sveigjanleikinn eykst og landfræðilegar hindranir hverfa, þar sem það þurfti áður að senda húsgögn á milli landa tímanlega fyrir myndatökur.

Þessi þróun hófst fyrir alvöru árið 2012 og þá lýsti IKEA yfir að fjórðungur myndanna í bæklingnum yrðu settar saman í tölvu árið 2013. Húsgagnarisinn virðist nú vera að stíga skrefið nánast til fulls.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing